mánudagur, apríl 28, 2008

nýtt blogg

ég er komin með svo flotta síðu kommunan.is/erla að vísu kann ég ekki að setja inn tengla, athugasemdakerfið virkar ekki en hún er bleik:)

Ráðherrann

mig dreymdi í nótt að ráðherrann með flottu röddina væri með fund heima hjá mér ásamt ungum jafnaðarmönnum á meðan á fundinum stóð bloggaði ég o.m.g. hann er heima hjá mér ekki laust við geðshræringu.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Helgin

ég á djamminu að taka myndir!


mjög hress ásamt fleirum


ég er svooooooooo góð að taka myndir


mig langar svo í nýja diskinn með páli óskari!!

fimmtudagur, mars 13, 2008

Á ferð og flugi

síðasta tíminn í dag í æfingukennslunna og ég get ekki beðið eftir að fara suður, æfingakennarinn sagði að ég hefði staðið mig glimdrandi vel en krakkarnir kvörtuðu undan því að ég var ekki með á hreinu hvenær pásurnar voru átti það til að fara fram yfir tímann. Ég mun leggja af stað eldsnemma í fyrramálið suður og svo er stefnan sett á útlandið, skotland nánara tiltekið þar sem bjórinn verður án efa drukkinn og kíkt á Guðnýju, ég er búin að lofa að dröslast með páskaegg með mér, Finnur er fullur efasemda um að okkur takist að koma því óbrotnu til hennar, en ég er full bjartsýni auk þess sem ég held að það gerir ekkert til þó það brotni.

ég mæli annars með þessari grein þar sem tekið er saman hversu fáranlega miklum peningum við ætlum að eyða í hermál (fyrir ykkur sem hafið takmarkaðan áhuga á að lesa um þetta en eru óhemju forvitin þá getið þið séð mynd af viðhenginu mínu), á sama tíma er tollgæslunni gert að draga saman seglin.

fyrir ykkur sem ofbýður ástandið í Írak eru mótmæli á laugardaginn Stríðinu verður að linna

þriðjudagur, mars 04, 2008

Það er óvenju margt sem hefur komið mér óvart síðustu daga líkt og

það er búið að breyta í kaupfélaginu heima, ég lenti í stökustu vandræðum með að finna það sem ég ætlaði að kaupa, EKKERT var á sínum stað.

Það er drullu langt til Akureyrar, ég hef aldrei keyrt í einum rikk frá reykjavík til akureyrar og djöfull er langt þangað...

sjá Steinunni í MA-fíling

hitta Sonju og manninn hennar sem getur gert slef-sápukúlur

að heyra heimspekinginn syngja (hræðilegt í einu orði sagt) ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri hvað fólk getur í raun og veru sungið illa og verð enn staðfastari í því að hefja ekki upp söngraust mína á almannafæri

en það sem kom mér ekki óvart að ég er ekki enn búin að fá nýju fínu síðuna mína sem mér var lofað fyrir nokkru og ég mun gráta mig í svefn þangað til að hún verður að veruleika

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Meðleigjandinn

Það hefur sína kosti að hafa meðleigjanda, fyrir stuttu síðan bættist við einn heimilsmeðlimur á laugarveginn. Í ekki stærri íbúð krefst þetta nokkra skipulagningu og samkomulags um hver fái að sofa í íbúðinni hverju sinni. Við erum bæði svo heppin að eiga athvarf hjá öðrum þannig að þetta gengur yfirleitt upp. Í dag þegar ég staulaðist heim í morgun var komin motta fyrir framan hurðinni og inni. Ekki vanþörf á, motturnar eru í stíl og nokkuð smekklegar auk þess keypti meðleigjandinn millistykki þannig að við getum setið á móti hvort öðrum við eldhúsborðið í sitthvorri tölvunni.

Ég launaði honum svo viðvikið með að borða frá honum brauðið...

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Þetta er orðið ögn vandræðalegt
Í haust fór ég í miðnefnd SHA Samtök hernaðarandstæðinga, í daglegu tali er oft talað um SHA en ég komandi frá dósinni segi trekk í trekk SAH sem er fyrirtæki heima á blósinni og er búin að segja SAH í nokkuð mörg ár og er búin að eiga í nokkrum erfiðleikum með að venja mig af því. SAH stendur annars fyrir Sölufélag Austur Húnventinga já og það er sláturhús bæjarins.......


en ef þú hefur ekki mikið fyrir stafni næsta fimmtudagskvöld þá er nýliða-ungliðakvöld hjá SHA

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Rödd skynseminnar

Rödd skynseminnar (ég): kannski er það sniðug hugmynd að skilja bílinn eftir heima í dag, bílinn minn er ekki sá besti í snjó.

Sá umhverfisvæni: er það? er það ekki alger óþarfi

Rödd skynseminnar: kannski ég nenni bara ekki að vera að vesenast á bílinum þegar færðin er svona þá er svo miklu einfaldara að taka strætó.

Sá umhverfisvæni: já, já eigum við ekki samt að fara á bílnum?
Rödd skynseminnar: jæja þá það er sjálfsagt ekkert vesen.


Vesen nei ekkert vesen.
Það er ekkert vesen að keyra bíl sem er svo lágt undir að hann hlunkast yfir smá föl og á í miklum erfiðleikum með að fara yfir smá hossur, það er ekkert vesen að láta keyra utan í bílin þinn og ripsa hann á hliðinni, það er ekkert vesen að þurfa að keyra um og skima eftir bílastæði og geta ekki keyrt inni í þau af því að það er svo lágt undir bílnum þínum, það er ekkert vesen að enda á því að keyra upp í Norðlingaholt (sem er á mörkum hins byggilega heims af því hvergi er hægt að leggja, koma upp í Norðlingaholt og leggja frekar langt frá húsinu sem þú ætlar þér í, þannig að þú þarft að fara fyrir bílastæði sem er fullt fullt af snjó og ert klædd í kápu og strigaskó.

Nei ekkert vesen, ég er svo fegin að hafa farið á bílnum og ekki tekið strætó þar sem það hefði verið VESEN!!