sunnudagur, nóvember 30, 2003

Fór á fund hjá H-listanum síðastliðinn fimmtudaginn, það var alveg gríðarlegt fjölmenni og erfitt var að finna sæti. Eftir langa leit, fann ég loksins sæti og gat hlýtt á ræðuhöldin sem voru bæði fræðandi og skemmtileg.

Ég ætla að gera mömmu ábyrga fyrir því að ég hafi ekki klárað ritgerðina mína um helgina. Þægilegur sökudólgur sem oft hefur verið sökum um hitt og þetta og ekki skemmir fyrir að hún les ekki bloggið mitt og hefur ekki tækifæri til að svara fyrir sig.

Á föstudagskvöldið kíkti ég aðeins yfir til Auðar svo var opnuð kampavínsflaska, og önnur, og þriðjaa.... rosaskemmtilegt kvöld (að vísu varð maginn mjög undarlegur þegar leið á kvöldið).

Fór á fund hjá H-listanum síðastliðinn fimmtudaginn, það var alveg gríðarlegt fjölmenni og erfitt var að finna sæti. Eftir langa leit, fann ég loksins sæti og gat hlýtt á ræðuhöldin sem voru bæði fræðandi og skemmtileg.

Ég ætla að gera mömmu ábyrga fyrir því að ég hafi ekki klárað ritgerðina mína um helgina. Þægilegur sökudólgur sem oft hefur verið sökum um hitt og þetta og ekki skemmir fyrir að hún les ekki bloggið mitt og hefur ekki tækifæri til að svara fyrir sig.

Á föstudagskvöldið kíkti ég aðeins yfir til Auðar svo var opnuð kampavínsflaska, og önnur, og þriðjaa.... rosaskemmtilegt kvöld (að vísu varð maginn mjög undarlegur þegar leið á kvöldið).


mánudagur, nóvember 24, 2003

Röskva hefur tekið sig til og gefið millistykki til formanna nemendafélaga innan háskóla íslands og reddað afslætti á millistykkjum fyrir nemendur í heimilistæki til að vekja athygli á skort á innstungum innan veggja háskóla íslands. Röskva tekur sérstaklega fram að þetta sé "grín" þegar það er sagt en ekki látið liggja milli lína að um spaugilegt atvik sé að ræða þá finnst mér þetta ekkert fyndið lengur. Ég var alveg nógu klár til að fatta að þetta var grín það þurfti ekkert að stafa það fyrir mig.
NIÐURSTAÐA: röskva er húmorslaus

Uppáhaldskennarinn minn hrapar óðfluga niður vinsældarstigann því hann er ekki ennþá búin að skila mér verkefni sem ég þarf til að geta klárað ritgerðina:(

föstudagur, nóvember 21, 2003

BLÓÐÚTSHELLINGAR er besta orðið til að lýsa síðasta RISK. Það var barist af hörku þar sem enginn var tilbúinn til að gefa eftir. Stór orð voru látin falla og víst er að seint mun gróa um heilt. Hver stóð uppi sem sigurvegari er á huldu þar sem leikmenn voru nær dauða en lífi er yfir lauk.

En ef við snúum okkur að "alvöru lífsins" bachelor, það má segja að það hafi ríkt mikil gleði á guðrúnargötu 7 er í ljós kom hver hneppti hnossið (Firestone). Ljóst er að Firestone hefði kallað yfir sig eymd og volæði ef Kirsten hefði orðið fyrir valinu. Sem betur fer áttaði Firestone sig í tíma og gat afstýrt þeim hræðilegum örlögum að giftast Kirsten.

Annars af minna mikilvægri málum. Próf í aðferðarfræði á morgun... ekki get ég hugsað mér neitt skemmtilegra en að fræðast um tölfræði og aðferðarfræði á föstudagskvöldi. Ég tel að háskólinn eigi hrós skilið fyrir að hafa próf á laugardögum, með því er stuðlað að uppbyggilegri og heilbrigðri skemmtun meðal skólafólks. Óhætt er að segja að meðal stúdenta ríkir almenn ánægja með þessa ráðstöfun....

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

PRENTA á álagstímum í skólanum krefst undirbúning, lævísi og kænsku. Hvað er málið að hafa bara EINN prentara fyrir alla hæðin. Endalaussss bið eftir blöðum sem tekur svo 2 sekúndur að prenta út. Á meðan biðinni stendur er er hægt að eiga tilgangslausar samræður við fóllk sem er að bíða um:
a) Óþolandi að hafa bara einn prentara
b) pappírssóun og eyðing skóga
c) námslán ( efni sem klikkar aldrei)
þegar þessum áhugaverðu og skemmtilegum samræðum er lokið hefst biðin á ný...

Kynning á morgun á ermasus.. planið er að fara ef mér tekst að finna neshaga 6. Umsóknarfresturinn er til 15. mars þannig ég hef nógan tíma til að ákveða hvert eigi að halda næsta haust...
Bretland er samt efst á óskalista en Ástralía hljóma líka mjög spennandi.

Bretland=rigning, grámygla, nefstórt fólk, teppi á baðherbergi og eldhúsi, mýs
Ástralía=sól, hiti, brosandi fólk, flísar á baðherbergjum, strönd, mörgæsir
og á báðum stöðum er



í hávegum hafður.. En þetta kemur allt í ljós á morgun.

sunnudagur, nóvember 16, 2003



ég er búin að læra í allan dag, voða dugleg en ef einhver getur sagt mér hvernig maður reiknar staðlavillu þá verður líf mitt fullkomnað:)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Vísindaferðin var algjör snilld:) Ég náði aldrei að klára úr glasinu mínu þau voru svo duglega að fylla á, ekki slæmt. Eftir þetta allir komnir ágætlega í það og klukkan ekki orðin sjö. Fórum við í party á hjónagarða og fengum meiri bjór og pizzu, og meiri bjór. Þegar niður í bæ var komið náði ég þeim merka áfanga að fara á hverfisbarinn, það var ekki slæmt. Meiri bjór þar.
Eini gallinn er að daginn eftir komu timburmenn í heimsókn til mín, ég hafði ekki boðið þeim og ætlaði að aldrei að losna við þá. Eftir langt streð við að reyna að koma þeim út úr mínu húsi tókst það lokum:)

Þannig nú er ég komin upp í skóla að læra! en sjálfsögðu þarf ég fyrst að koma frá mikilvægari gjörðum eins og að kíkja á póstinn minn, blogga og skoða blogg hjá öðrum. Ég er alveg með forgangsröðunin á hreinu.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Förin til Blönduósar leiddi margt forvitnilegt í ljós, gummi og ármann voru með kennslu í samkvæmisdönsum á ballinu. Eftir nokkrar tilraunir þar sem ég endaði á rassinum í gólfinu tókst loksins að gera mig slarkfæra í samkvæmisdönsum. Lýsi ég hér með eftir dansfélaga...

Það er vísindaferð á föstudaginn, jei. Ég ætla að drekka eins mikið af ókeypis brennivíni og ég get í mig látið. Verða blindfull og verða mér til skammar:)

Í gær náðist merkur áfangi í leit minni að æðri menntun. Ég ruglaðist ekki á helvítis hurðunum í Þjóðarbókhlöðunni. Mun ég fagna þessum áfanga um helgina með litlu kaffiboði, gjafir og blóm eru afþökkuð en ég vil benda fólki á hollvinasjóð Þjóðarbókhlöðu.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Ég var í mestu makindum að labba til Auðar í gærkveldi til að horfa á Bachelor. Það var helliriging, ég labbaði framhjá RISASTÓRUM polli og akkúrat keyrði góðviljaður bílstjóri framhjá sem gaf allt í botn og fékk gusurnar yfir ég varð svo rennandi blaut að ég þurfti að skipta um föt þegar ég kom til Auðar. Takk bílstjóri þu bjargaðir deginum eða þannig.

Andrew Firestone er húmorslaus og leiðinlegur og þess vegna sá hann ekki framtíð með henni. Halda Kirsten inni hvað er það, hún er algjör tík!!.

Annars er ég að fara í sveitina um helgina, ég er búin að ákveða að rifja upp gömul kynni við næturlífið á Blönduósi. Það mun örugglega leiða mig á ókunnar brautir......

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

VEFVERKEFNI!!! ég fæ grænar bólur þegar ég heyri þetta orð nefnt. Án efa heimskulegast og leiðinlegasta og tilgangslausasta verkefni sem ég hef nokkur tíma á ævi minni gert. Búið að taka óendanlega tíma að gera þetta ömurlega verkefni og svo gildir þetta bansettans verkefnið ekki nema 10%. Ég ætla að ofsækja kennarann sem setti þetta verkefni fyrir.

Er einhver að fara norður um helgina sem langar til að bjóða mér far. Ég er með á takteinum skemmtidagskrá upp á nær tvo tíma sem samanstendur af söng, ljóðalestri, búktali og ýmislegu fleira. Annars er ég opin fyrir nýjum hugmyndum. Ég get verið mjög fyndin og haldið uppi samræðum alla leiðina ef þess er óskað en ég get líka þagað alla leiðina og látið lítið fara fyrir mér. Ég mun taka á móti pöntunum frá og með morgundeginum:)

Biðin styttist bara EINN DAGUR í næsta bachelor-þátt.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Strákar í krísu? komin með nóg af því að hlusta á þetta væl um að strákar séu í kreppu, eru að verða undir í skólakerfinu og bla, bla, bla,. Var í tíma í dag þar sem var verið að ræða hvort það ætti ekki að endurskoða allt skólakerfið með hagsmuni stráka í huga þar sem þeir væru með svo lágar einkunnir. Greinilegt að allar konurnar í skólakerfinu séu farnar að hafa slæm áhrif á stráka. Að sjálfsögðu er slæmt gengi stráka konum að kenna og að sjálfsögðu er það á ábyrgð kvenna að laga þetta þar sem við erum nú mæður stráka.
Ef strákar, karlmenn eru komnir í svona mikla í kreppu er það ekki bara þeirra að rísa upp ég sé enga ástæðu fyrir að konur séu að bæta því í sína feministabaráttu.

Annars bíð ég spennt eftir næsta bachelor-þætti, spennan er að verða yfirþyrmandi.