mánudagur, febrúar 16, 2004

Úrslitin úr kosningunni voru mjög ánægjuleg. Við náðum 1 manni inn og bættum við okkur fylgi en komust því miður ekki í oddastöðu því vaka hélt sínum fimm mönnum en við tökum bara fimmta manninn af vöku á næsta ári, það verður lítið mál:) Jói er búin að setja tölurnar upp í rosa flott línurít.

Annars er hálf óhugnalegt að byrja aftur í skólanum... ég er ólesin í öllum fögunum og verkefnaskil eru að byrja á fullu. þetta reddast vonandi, er búin að plana lærdómshelgi með Auði um næstu helgi.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

KOSNINGAR...KOSNINGAR....KOSNINGAR....

allir að muna kjósa
allir að muna kjósa
allir að muna kjósa


allir að setja X við Háskólalistann.
af því hann vill að öll dýrin í skóginum séu vinir:)

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Síðasti dagurinn í kosningabaráttunni, ég er byrjuð að sjá kosningagleðina í hyllingum.

Ég og Auður skrattalöppuðumst á fætur kl:7 til að fara að dreifa bæklingum, æðisleg leið til að byrja daginn. En ég held að flestir stúdentar við Háskóla Íslands verði hálf fegnir þegar bæklingaflóðinu hættir að rigna yfir það.

Það er alveg ótrúlegt miðað við hvað fylkingarnar leggja mikið á sig í kosningabaráttunni hvað allt þetta deyr strax eftir kosningarnar. Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera til að bæta háskólann ef öll þessi vinna væri í þágu þess en ekki að ná meirihluta í stúdentaráði. Þessi blessaða forysta í stúdentaráði sem Vaka og Röskva vilja svo ólmar ná og beita ölllum sínum kröftum í það verðuga málefni. Mætti ég frekar biðja þær um að berjast gegn skólagöldum, fjöldatakmörkunum og að greitt væri fyrir alla stúdenta í HÍ, af sama krafti og ekki væri verra ef fylkingarnar gætu gert það undir nafni Stúdentaráðs.



laugardagur, febrúar 07, 2004

háskólalistadjamm í kvöld á Vídalín Kl: 21:00. Allir að koma sem langar til að drekka bjór á góðu verði.

Lýsi eftir fólki sem vill gera verkefni fyrir mig og Drífu. Auður er samt best hún er búin að gera helmingin af verkefninu. Aðra auði takk og þá ætti verkefnið að vera tilbúið fyrir mánudaginn:)


fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Í dag brosir:) lífið við mér. Það er svo gaman að hafa menntamálaráðherra sem finnst skólagjöld vera frábær. Já, Frábær. Með tilkomu skólagjalda eykst fjárstreymið í háskólanum, það er meira svigrúm til byggja upp og kaupa betri gögn. Og síðast en ekki síst með skólagjöldum fáum við betri námsmenn....

Þær raddir sem hafa heyrst um að með tilkomu skólagjalda þá er jafnrétti til náms ekki lengur til staðar, eru bara ekki réttar. Já það er engin ástæða til örvænta þó skólagjöld komi á. LÍN lánar nefnilega bara fyrir skólagjöldunum. Það vita allir sem hafa þurft að taka lán frá LÍN að það er ekkert nema dásemdin ein.

Og þið sem eruð að spá í endurgreiðslubyrðina þá er engin ástæða til að óttast, þetta skilar sér margfalt til baka. Það verður enginn í vandræðum að borga af námslánum þegar 1. launumslagið. Því ef þú hefur lokið námið sem þú borgaðir skólagjöld þá ertu einfaldlega með betri fjárfestingu í hendinni og færð þar af leiðandi betur borgað.....

miðvikudagur, febrúar 04, 2004



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Löndin sem ér er búin að skoða.... Næsta ferðalag verður 2006, þegar ég er búin að útskrifast, með Hugrúnu. Las einhver staðar að ef á að ná árangri þá á að setja sér skýr markmið...

ALLIR AÐ KJÓSA H-LISTANN....

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég var svo lánsöm í morgun að ég átti kost á að hlusta á stofugang hjá fylkingu sem er að bjóða sig fram til stúdentsráðs í ár. Ég trúi ekki öðru en að okkur eigi eftir að ganga vel. Litla framboðið var í fyrra sakað um að hafa ekkert fram að færa... EN í ár gegnir öðru máli... þegar stærri fylkingin er byrjuð að setja málefni litla framboðsins í öndvegi þá merkir það að við höfum haft áhrif:)

Það hefur greinilega haft góð áhrif á Gunna að mæta á fund hjá okkur....



mánudagur, febrúar 02, 2004

H-listinn er orðinn að veruleika í ár.....

Fór í vísindaferð í Landsvirkjun á föstudaginn... svo á listakynningu hjá H-listanum. Verð ég að segja mér til hróss að ég kom einstaklega vel fyrir. Átti ég t.a.m. innihaldsríkt samtal við formann stúdentaráðs og tel ég að ég hafi komið stefnumálum H-listans vel á framfæri.

Helginni var eytt í ró og næði í sumarbústað fyrir austan fjall.