þriðjudagur, mars 30, 2004

FRELSI

er mjög svo teygjanlegt hugtak. Það sem er frelsi í mínum huga er ekkert endilega frelsi fyrir öðrum. Það hefur alltaf pínu lítið vafist fyrir mér þegar flokkar eins og sjálfstæðisflokkur eða ungliðahreyfing þeirra talar um frelsi hvað frelsi stendur fyrir í hugum þeirra. Um helgina varð ég þeirra ánægju aðnjótandi að á vegi mínum urðu nokkrir ungir sjálfstæðismenn. Þar sem ég kemst sjaldan í tæri við sjálfstæðisfólk, flestir sem ég umgengst eru fátækir námsmenn eða einstaklega vinstrisinnað fólk, bað ég þá um að útskýra hvað frelsi stæði fyrir í hugum ungra sjálfstæðismanna.

Frelsi er að vera óháður og laus undan ofbeldi.

Ef þú ert einn af þeim sem átt ekki pening til að fara í skóla eða nýta þér þau tækifæri sem eru í boði þá geturðu huggað þig við það að þú ert FRJÁLS.

Ég segi fyrir mína parta að ég vil frekar minna frelsi og geta nýtt mér þau tækifæri sem eru í boði.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég ætla aldrei framar að versla þar sem er tölvukerfi:(

Eftir svaðilförin í Borgartún fór ég í Elko til að reyna að fjárfesta í DVD-spilara. Það er brjálað mikið af fólki allir að gera góð kaup. Ég barðist með kjafti og klóm og náði að klófesta þennan fína DVD-spilar. Full sjálfstraust skellti ég mér í röðina, handviss um að í þetta skipti myndi allt ganga eins og í sögu. Til öryggis ákvað ég að grafa þetta bannsettans e-kort lengst niður í töskuna. Biðin eftir afgreiðslukassa var heil eilíf því alls staðar var fólk að gera góð kaup og borga fyrir þau. Röðin mjakaðist áfram....loks sá ég glitta í afgreiðslukassana og ekki löngu seinna fór ég að heyra raddirnar í þeim. "næsti, gjörðu svo vel" hjartað tók kipp af tilhlökkun, brátt væri ég búin að greiða fyrir vöruna og kæmist úr þessari verslun sem var yfirfull af fólki.
EN NEI, NEI
Afgreiðsludaman sem ég var búin að hlakka til að fá að borga hjá. Sagði einhverja fáranlega upphæð sem var ekki í anda góðs kaups. Ég tók andköf, trúði ekki að þetta afgreiðslufólk ætlaði enn og aftur að standa í vegi fyrir mig til að gera góð kaup. Ég benti henni kurteislega að þetta væri ekki rétt verð... augnabliksfát kom á afgreiðsludömuna og svo... bíddu aðeins Að sjálfsögðu var ekkert mál að bíða lengur ég var nú bara búin að vera í hálftíma í röðinni. Og tíminn leið og leið og það fór að vaxa köngulóavefur á mig og minn hjartfólgna DVD-spilara og tíminn leið og leið. Loks birtist afgreiðsludaman með bros á vör.... jú,jú þetta var alveg rétt hjá þér, DVD-spilarinn er á tilboði. Ég rétti henni kortið, fékk loksins að borga og hraðaði mér út úr búðinni.

Ég er hætt að versla í búðum með tölvukerfi. Tölvukerfi eru annaðhvort biluð eða gefa upp vitlausar upplýsingar.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Í gær var gerð heiðarleg tilraun til að kaupa grill í ESSO í borgartúni.
Ferð sem átti að taka skamman tíma. Markmiðið var einfalt.
Keyra í borgartún, fara inn í sjoppuna, benda á grillið sem átti að kaupa, borga og fara. Gæti ekki verið einfaldara... en nei, nei. Kassinn neitaði að taka við kortinu mínu, afgreiðslumaðurinn var með eindæmum dónalegur og við enduðum á að vera þarna í klukkutíma, án þess að fá hvorki vott né þurrt og þurfa síðan að fara án þess að kaupa helvítis grillið. Að sjálfsögðu var búið að setja grillið í skottið í bílinn hjá Kollu og Ragga.

hvað sem þið gerið EKKI fara í esso með e-kort að kaupa grill á afslætti. Það er einfaldlega ekki þess virði.



þriðjudagur, mars 23, 2004

BORGARTÚN ER MÁLIÐ

fjallað verður nánar um það á morgun.

mánudagur, mars 22, 2004



Það er komin golf hugur í mann. Það átti að nota tækifærið í páskafríinu að rifja upp þá litlu og lélegu taktana sem ég hef öðlast í golf íþróttinni. En nei nei það er víst kominn snjór á fegursta stað norðurlandsins, óvíst með allar golfferðir næstu vikur.

Kristín Ingibjörg átti afmæli um daginn, til hamingju með það:) Ef snjóa leysir fyrir páskafrí þá skal ég fara með þig í miðnæturgolf...


Það er komin golf hugur í mann. Það átti að nota tækifærið í páskafríinu að rifja upp þá litlu og lélegu taktana sem ég hef öðlast í golf íþróttinni. En nei nei það er víst kominn snjór á fegursta stað norðurlandsins, óvíst með allar golfferðir næstu vikur.

Kristín Ingibjörg átti afmæli um daginn, til hamingju með það:) Ef snjóa leysir fyrir páskafrí þá skal ég fara með þig í miðnæturgolf...


Mótmælin í dag fóru bara nokkuð vel. Sól skein í heiði og slatti af liði hrópaði ENGIN SKÓLAGJÖLD.
Auður róttæklingur með meiru fannst samt mótmælin ekki nógu kraftmikil, vantaði fleiri reiða menn. Menn eins og hann Sverrir. Nýjustu fréttir herma hins vegar að frestað hefði verið ákvörðun um að sækja um HEIMILD til skólagjalda til næsta háskólafundar. Að sjálfsögðu eignum við það mótmælunum miklu þann gálgafrest.

sunnudagur, mars 21, 2004

Sum fyrirtæki eiga sinn auðkennislit.
Hagkaup er appelsínugult
Bónus er gult
Vífilfell, kók er rautt
Sparisjóðirnir eru grænir o.s.frv.

hvað er málið með KB-bankann. Fyrst byrja þeir á að henda út græna litnum og um leið nafninu (búnaðarbankinn) sem þeir hafa notað í fjöldamörg ár. Draga upp nýja lit Blár og nýtt nafn KB. Nú þegar maður er aðeins farin að venjast þessu þá fara þeir að troða APPELSÍNUGULUM lit í auglýsingar sínar. Líkt og KB-banki standi fyrir að vera ódýr matvöruverslun. Appelsínuguli liturinn er eyrnamerktur hagkaup eða samfylkingunni. KB-banki er hvorugt, hann er fégráðug svikamylla og ætti að halda sig við litinn sem einkennir þess konar stofnanir og fyrirtæki, BLÁA LITINN

MÓTMÆLI
KL: 12:40 GEGN SKÓLAGJÖLDUM VIÐ AÐALBYGGINGU HÁSKÓLA ÍSLANDS Á MORGUN

föstudagur, mars 19, 2004

ég er að fara í próf á morgun... mér til mikillar gleði og yndisauka.
Allir sem vilja trufla mig við lærdómin verður tekið fagnandi:)


Ég afrekaði það um daginn að fara á nemendatónleika hjá söngskólanum. Þó ég sé nú búin að vita í þó nokkurn tíma að Hugrún væri að læra söng. Þá var ég samt ekki alveg búin að tengja klassíksan söng við hana. Ég hef alltaf meira séð hana fyrir mér í léttri ABBA-sveiflu með Ardísi eða í kórstússi. En hún er syngur þennan klassíska söng vel eins og allt hitt... þegar hún man textann:)

Mál málanna:

Skólagjöld eru af hinu illa.
Allir að mæta á mótmælafund á mánudaginn.


MR-grýlan fallin. Ég myndi ekki vilja vera í liðinu sem tapaði eftir 11 ára óslitna sigurgöngu MR.
Spennandi að vita hver mun standa upp sem sigurvegari í ár.



Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomMeryl Streep
DadSean Connery
BrotherJustin Timberlake
SisterChristina Aguilera
DogShilo
BoyfriendAshton Kutcher
Best friendHillary Duff
Created with quill18's MemeGen 3.0!



þriðjudagur, mars 16, 2004

árshátíðin heppnaðist rosalega vel en þvílík þynnka.....
og þvílíkt andleysi......

föstudagur, mars 12, 2004

Vill einhver segja þessu veðri að hætta að hafa svona mikið rok!!! þegar ég var úti, í sól og hita og logni alla dag. Þá þóttist ég sakna íslenska vindsins. Þvílík djók... það er rosalega auðvelt að dásemda íslenska veðurfarið þegar maður er víðsfjarri því.





Það eru sko fínheit um helgina. Útgáfupartý hjá ritnefnd padeiuá eftir. Léttvín og snakk... það væri visst markmið að reyna drekka sem mest á sem minnstum tíma og æla á salerninu í skólanum... ég er nefnilega svo ábyrg eins og þeir sem sóttu Háskólalista-listakynninguna tóku eftir.

Á laugardaginn er litli bróðir minn að halda afmæli frá 3-6. Tók fram að það mætti ekki koma seinna en 3 því þá byrjar afmælið og bannað að fara fyrr en 6 en þá ættu líka allir að fara því afmælið væri þá búið.
En ég er svo ömurleg stóra systir að ég ætla bara að koma í hádeginu því árshátíðin er hjá padeiu er á laugardaginn.. víii

Það er sem sagt partý heima hjá mér kl:17 og svo strollað á þjóðleikshúskjallarann....þar sem bíður okkar matur, ókeypis vín og ball.
Ókeypis vín með matnum er helsta aðdráttaraflið við þessa árshátíð. Ég hugsa að ég muni innbyrða ótæpilegt magn af áfengi á laugardaginn og það verði að bera mig heim fyrir kl:1.

En kemur í ljós.....

fimmtudagur, mars 11, 2004

Erla .. ég hélt þú vissir betur en svo að skilja blogsvæðið þitt eftir opið í minni tölvu.. Er siðferðislega rangt að mér, að nýta mér það til þess að skrifa einhvern óþverra?
Lokapróf á morgun.
Hverjum dettur í hug að maður sé tilbúin að setjast niður og læra á miðri önn.
Langar ekki að fara í próf.
Vinsamlegast bendið geimverum á að ræna mér fyrir kl: 10 á fimmtudagsmorgun

mánudagur, mars 08, 2004

Munurinn á námi á háskólastigi og grunnskóla- og framhaldsskólastigi

Felst í meðferð námsbóka.

Í grunnskóla er hamrað á að fara vel með bækurnar. Ekki er leyfilegt undir nokkrum kringumstæðum að láta svo mikið sem eitt pennastrik í bækurnar. Í 10 ár eru skilaboðin skýr bannað að krota í bækur.

Þegar framhaldsskólinn tekur við eru skilaboðin ekki jafn skýr. Þú átt skólabækurnar þínar sjálf/sjálfur og þ.a.l. er þér frjálst að gera það sem þér sýnist við þær. Það er nú samt æskilegra að vera ekki að krota, undirstrika eða skrifa mikið í bækurnar. Því þegar skiptibókamarkaðurinn rennur upp eru krotuðu bækurnar ekki vinsælar og erfitt er að pranga þeim inn á nemendur.

Eftir að hafa hlytt á boðskapinn "Bannað að krota í bækur" í nær 14 ár set ég ekki svo mikið sem eitt pennastrik í bækur og fer vel með þær.

En þegar nám á háskólastigi er hafið þá kveður við nýjan tón. Nú er tómt rugl að lesa bækur án þess að útkrota þær allar. Það á að yfirstrika, undirstrika, skrifa glósur við textann og ég veit ekki hvað meira.

Nú er predikað lestur án þess að krota í bækur er nær tilgangslaus.

Eftir að hafa hlustað í nær 14 ár á boðskapinn "bannað að skrifa í bækur"
Eftir að hafa farið eftir "bannað að krota í bækur" í 14 ár.
Eftir að hafa trúað í 14 ár að það sé stranglega bannað að krota í bækur.

föstudagur, mars 05, 2004




Ég á mér draum um að stunda heilsusamlegt líferni eins og klappstýran. Heilsusamlegt í mínum huga er að borða hollan mat og jafnvel hreyfa sig. Ég er búin að eiga þennan draum í nokkurn tíma en af einhverjum undarlegum ástæðum virðist aldrei vera rétti tíminn til að byrja hið heilsusamlega líferni. Það eru sko mörg ljón í veginum, líkt og ég er algjör nammigrís, hreyfing er ekki mín hugmynd um skemmtun, þynnka (algjör lög að sukka þá). En í dag ákvað ég að nóg væri komið ekki hægt að láta sig bara dreyma um hlutina það þarf að grípa til aðgerða ef draumurinn á að verða að veruleika.

Heilsumsamlegt líferni Erlu 2004 byrjaði í hádeginu föstudaginn 5.mars en öllum að óvörum lauk því skyndilega fjórum tímum.
ástæða: pulsa og kók
afleiðingar: rónalífið hafið á ný. Sem felur í sér að sofa út alla daga, borða á öllum tíma sólarhringsins og sneiða framhjá öllum hollum mat, forðast alla ónauðsynlega hreyfingu, innbyrða óhóflegt magn af áfengi o.s.frv.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Ég kem frá litlum fögrum bæ sem er ekki með umferðarljós. Þannig get ég ekki sagt að ég hafi drukkið reglur um umferðarljós með móðurmjólkinni. Þegar ég tók bílprófið var smá partur þar sem fjallaði um tilgang umferðarljósa og hvaða reglur giltu þegar þau mundu verða á vegi manns. Ég hef hingað til talið mig hafa skilið reglurnar, þær eru ekki svo flóknar
grænt fyrir áfram
gult fyrir að hægja á sér og stoppa eða gefa í og bruna áfram
og loks rautt fyrir stopp.

Umferðarljós urðu einmitt á vegi mínum í dag. Það kom rautt ljós og ég þ.a.l. stoppaði bílinn og beið eftir gulu/grænu ljósi til að halda ferð minni áfram. Meðan ég beið í mestu makindum á rauða ljósinu þá fór ekki einn bíll yfir heldur þrír bílar. Annað hvort voru þetta ökufantar eða ég er gjörsamlega að misskilja hvað rautt ljós stendur fyrir.




Ég fékk mjög vafasamt tilboð í dag... nýi fíni bílinn minn sem ég þeysist um götur bæjarins á hraða ljósinss er að mínu áliti mjög eigulegur og góður bíll. Mágur minn sem er by the way bifvélavirki og var að gera við bílinn minn um helgina spurði mig hvort hann mætti fá bílinn þegar ég væri hætt að nota hann, til að keyra fína og góða bílinn minn í klessu. Eru þetta óljós skilaboð um að endalok bílsins nálgast???

þriðjudagur, mars 02, 2004

Það fellur hvert metið á fætur öðru, bloggað tvo daga í röð. Ég yrði ekki hissa ef þetta myndi rata á spjöld sögunnar.

Bhangra
You are Bhangra!

You are full of energy and vibrancy! You are very
in touch with your heritage and your family is
very important to you. You take your job
and/or studies very seriously, however, and you
know that it is important to have a good work
ethic. You love to cut loose, but sometimes
people ignore you because they are overwhelmed
by your enthusiam. Don't let that get to you,
though, just be sure to know when to lay off a
bit and when to go nuts!


What Kind of Music are You?
brought to you by Quizilla


er Bhangra eitthvað líkt ska?

mánudagur, mars 01, 2004

Samkvæmt þessu prófi mun ég hitta mann drauma minn á þessu ári





You Are Most Like Carrie!


You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.

But can the guy in question live up to your romantic ideal?

It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.

Never fear... You've got a great group of friends and a
great closet of clothes, no matter what!



Romantic prediction: You'll fall for someone this year...

Totally different from any guy you've dated.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



ég er búin að leggja mikið á mig til að blogga í dag og þá er talvan bara búin að vera með stæla við mig "þú ert ekki búin að blogga svo lengi" að ég ætla að gera þér allt til miska þegar þú loksins tekur þig saman í andlitinu og ritar niður nokkrar línur.

Hér átti að vera rosalega flott mynd af broskarli með afsökunarbros en því miður þá er talvan ekki vinur minn í dag:)

Fór heim um helgina, aðalega til að borða mömmubollur...og læra en viti menn búið að opna hótelið aftur. Að sjálfsögðu gat ég ekki látið slíkan stórviðburð framhjá mér fara. Skellti mér í djammgallann, ásamt stínu... og tjúttuðum fram á rauða nótt í borginni sem aldrei sefur...
Ásamt því að djamma með stínu, leituðum við að álitlegu mannsefni fyrir okkur. Eftir að hafa útilokað gifta og menn í eldri kantinu og frændur og litlu strákana þá var einn álitlegur ungur maður sem við hefðum getað keppt um hylli hans en svo kom í ljós að hann var frá skagaströnd. Það er þó engin ástæða til að örvænta það verður ball um páskana...

Ég hér með heiti því að vera duglegri að blogga til að þurfa ekki að sitja undir þessum blammeringu...
ég er ekki aumingjabloggari