föstudagur, apríl 30, 2004

Ég var svo dugleg í gær að leika mér. Það er ekkert vit í að vera að einbeita sér að lærdómi þegar sól skín í heiði.

Fór með Óla Tómasi að gefa öndunum brauð. Það hættir bara aldrei að vera skemmtilegt. Ég held að það tengist því að þegar maður var lítill voru tækifærin til að gefa öndunum á tjörninni brauð af skornum skammti. Það er bara ekki sama stemmingin og að gefa fuglunum á bryggunni heima brauð.

Er að skrifa ritgerð nr. 2 og ég kemst hreinlega ekki í gang. Það er svo mikið andleysi í gangi.



Í gærkveldi voru tónleikar með MELODIKU. Halli hökutoppur og Harpa konan hans eru að spila í henni. Tónleikarnir voru alveg þræl skemmtilegir. Skil bara ekkert í þeim að bjóða mér ekki að syngja bakraddir?

mánudagur, apríl 26, 2004



Það er svoooo gott veður.

Ég og Drífa kláruðum loksins ritgerðina í gær:)

Í veðri eins og þessu er ömurlegt að þurfa að hanga inni til að læra. Það er alveg ótrúlega freistandi að taka upp tólið og lokka einhverja með sér í göngutúr um bæinn og kaupa ís.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Mér finnst að allir eiga að fá stórt hrós skilið fyrir að nenna að kíkja á síðuna mína miðað við hvað ég er ótrúlega afkastalítill bloggari. Kannski ætti ég að hugleiða að hætta að blogga þangað til að ég er komin með þráðlaust net heima við. Ein stór ástæða fyrir bloggletinu mínu er að ég er með aldamóta internet tengingu. Þið munið kannski eftir hvernig það virkaði en það þarf að tengjast með snúrum og setja í samband og taka úr sambandi og alveg endalaust vesen sem eykur enn á hvað sjaldan ég blogga.

Það var spilakvöld heima hjá mér í gærkveldi. Þegar við vorum búin að spila alveg endalaust lengi, klukkan var orðin 5 um morgunin allir orðnir frekar framlágir og dauðfegnir þegar spilinu lauk svo hægt væri að fara heim að sofa. En ekki hún Auður kl:5 um morgun var hún svo eiturhress ef eitthvað var þá var hún hressari kl:5 heldur en þegar hún mætti. Og átti ekki orð yfir hversu lélegt það væri að hætta núna. Kvöldið væri enn ungt og nóg eftir!!

Er núna upp í skóla og Drífa er að væla í mér að halda áfram að læra í þessarri leiðinlegu ritgerð... Mér finnst drífa ekkert skemmtileg ég vil miklu frekar hanga á netinu:(

og

gleðilegt sumar öll sömul:)

laugardagur, apríl 17, 2004

Það er greinilegt að prófin nálagst. Laugardagur og Oddi er troðin, sem betur fer sendi ég útsendara á undan til að taka frá borð.



Það er leikur að læra
leikur sá er mér kær
að vita meira og meira
meira í dag en í gær

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Auglýsi eftir fólki til að gera tvær ritgerðir fyrir 30. apríl.

Þessi fagri fugl er í boði.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að læra eins og hestur í páskafríiun þá af einhverjum undarlegum ástæðum gerðist ekkert, skil ekkert í þessu.
Þannig nú á að taka lærdóminn af alvöru, ekkert hangs, bara læra, læra,læra.

Það er bara svo margt sem mig langar frekar til að gera.
1. Fara til London um helgina
2. Fara á kaffihús og masa við Gauja
3. Fara til Sigríðar og fara í göngutúr með lita kútinn
4. Spila RISK. Risk-kvöldin hafa legið niðri í margar vikur
5. Horfa á Bachelor heima hjá Auði
En ætli maður verði ekki bara að hanga yfir þessum skruddum og vorkenna mér alveg óskaplega mikið.


þriðjudagur, apríl 13, 2004

Páskafríið var með eindæmum vel heppnað. Ég fór norður með fulla tösku af lærdómsbókum og með fögur fyrirheit um að læra eins og hestur allt páskafríið en sökum anna kom ég því ekki við:)

Fór í tvær veislur, Fermingarveislu hjá frænda mínum að vestan þar sem skipulagður voru fermingarveislur næstu 10 árin hljómar ekki illa.
og Skírnarveislu hjá Sigríði og Óla, litli guttinn heitir Sigurður Elvar og er að sjálfsögðu mesta dúlla í heimi.

Páskahelgin fór í djamm og fleiri veislur og djamm.... Jonni hennar Lilju systur hélt upp á þrítugsafmælið sitt út á Bakka, heljarinnar stuð en ég mun ekki fyrir mitt litla líf spila Kana aftur við Frissa. Gjörsamlega óþolandi að spila við fólk sem tekur Kana ekki alvarlega:(

Kíkti á leikritið Smáborgarbrúðkaupið með mömmu gömlu. Hún var ekki frá því að hann Valgeir hefði farið aðeins út af laginu.

Varð aðeins of full á ballinu... því ég var farin að syngja hástöfum í partýinu við mikinn fögnuð viðstaddra:)

Fyrir Egil:
Vil vekja athygli á því að það er ekki eitt orð skrifað um eitthvað sem gæti tengst stjórnmálum eða réttindabaráttu.

mánudagur, apríl 12, 2004

Þetta er orðið slæmt þegar Freyr er farinn að blogga oftar en ég.

fimmtudagur, apríl 08, 2004



AFSAKIÐ HLÉ

fimmtudagur, apríl 01, 2004





Steinsvaf yfir mig í morgun. Ég var búin að bóka viðtalstíma hjá kennara um ritgerðina mína kl: 10:20 og svaf yfir mig ( Það hljómar ekkert vel að segja að maður sofi yfir sig kl:10:20). Mætti sem sagt klukkutíma of seint með afsökunarrulluna á vör og þar sem kennarinn er sjálfur alltaf svo seinn með allt, fannst honum þetta lítið mál og veitti mér viðtalstímann þrátt fyrir allt.

Bachelor í kvöld... þrátt fyrir óskir fólks um að maður horfi ekki á þessa mannlegu eymd sogast maður alltaf heim til Auðar kl:22 á fimmtudagskvöldum...