þriðjudagur, maí 25, 2004

BIÐIN EFTIR EINKUNNUM

Er alltaf löng ef þú stundar nám við Háskóla Íslands.

laugardagur, maí 22, 2004

KAUPÆÐI!

hvað felst í því? er það að kaupa marga hluti á skömmum tíma, kaupa ónauðsynjar, kaupa einhverja vitleysu. Fór í kringluna í gær með Hugrúnu til að kaupa útskriftargjöf handa Kötlu. Það gekk mjög vel að kaupa gjöfina fyrir Kötlu og það gekk alveg rosalega vel að kaupa fullt af hlutum fyrir sjálfan mig:) Ég neita samt að kvitta upp á að þau kaup verði stimpluð sem kaupæði. Ég var ekki að kaupa einhverja vitleysu, heldur fóru eingöngu nauðsynjavörur í pokann.

Fór í útskriftarveislu hjá Kötlu í gær. Til hamingju með stúdentsprófið:) Veitingarnar voru þvílíkt góðar, rjúkandi bolla og ávextir með súkkulaði.... Stína og Valgeir mættu öllum til mikillar gleði og ánægju.

Annars var ég að horfa á Allt með hreinu, þar sem kvenna-hljómsveitin Grýlurnar er að spila. Ég fékk alveg fiðring að fara að byrja glæstan hljómsveitarferil... þarf að fara að drífa mig að biðja Þórunn Grétu að kenna mér að spila á hljómborð.

Það er alveg dásamlegt að hlusta á Sigurð Kára frjálshyggju-plebba dásama að hið opinbera hafi afskipti og grípi inn í, á hinum margumtalaða og sívinsæla markaði ef þess gerist þörf.

föstudagur, maí 21, 2004

Þrátt fyrir að vera komin í sumarfrí frá blogginu verð ég bara að segja þær bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma:)

Ég er orðin stoltur leigjandi á Eggertsgötu 24 íbúð nr. 316 á 3. hæð.
1.júní fæ ég þessa stórglæsilegu íbúð...jíbbí

Það eru allir velkomnir í heimsókn og að sjálfsögðu munu alltaf vera dýrindis kræsingar á boðstólnum.

Stefnan verður sett á innflutningspartý fyrstu helgina í júní.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Skólinn er búinn nema fyrir utan eitt smáatriði
einhver ritgerðardruslan sem ég á eftir að klára

en sem sagt ljúfu skóladögunum er lokið í bili
við tekur að vinna myrkanna á milli til að geta hafið á ný ljúfu skóladagana
næsta haust

er búin að taka þá ákvörðun að taka mér sumarfrí frá bloggskrifum.
það helgast fyrst og fremst að því að aðgengi mitt að interneti er frekar takmarkað yfir sumartímann.

því kveð ég í bili:)

föstudagur, maí 07, 2004

KL: 12:41


svona verð ég eftir nákvæmlega 49 mínútur.



að reyna að upphugsa einhver gáfuleg svör sem munu fleyta mér í gegnum aðferðarfræðiprófið

svona verð ég eftir 4 klst og 27 mínútur


að hringja í auði og drífu og kvarta yfir hversu ógeðslega ósanngjarnt prófið væri. Þetta væri örugglega erfiðasta próf í aðferðarfræði sem hefur verið lagt fyrir

og að reyna að fá einhvern til að skutla mér upp í kópavog

svona verð ég eftir 8 klst og 32 mínútur


komin í kópavoginn
heima hjá Drífu Atla að drekka öl í óhófi með skólafélögum


miðvikudagur, maí 05, 2004

CHELSEA-MONACO



Hafdís og Gummi fóru í morgun að horfa á knattleik í London í morgun. sniff og snökt og ég þarf að húka á klakanum kalda að læra undir aðferðarfræði. Það hefði nú örugglega gaman að fara og horfa á almennilegan fótboltaleik, svona stemmingunnar vegna...

mánudagur, maí 03, 2004

Ég hef enga eirð í beinum mínum til læra ég er of upptekin við að plana glæsta framtíð blakliðsins

sunnudagur, maí 02, 2004

Vísbendingar um að próf fílingurinn sé ekki kominn

Fór í gærdag að læra upp í odda í aðferðarfræði. Við vorum samankomin fimm stykki sem ætluðum nú aldeilis að sökkva okkur í hinn undursama heim sem aðferðarfræðin er. Árangur dagsins var minnst á sviði aðferðarfræðinnar en umtalsverður árangur náðist við að plana próflokadjammið:)


Ég á bíl. Mér finnst gaman að eiga bíl því þá kemst ég ferða minna án þess að vera háð hinni stífu og ströngu áætlun sem strætó er með.
en það eru ákveðnir gallar við að eiga bíl

það þarf að taka bensín
smyrja hann
fá skoðun
setja sumardekkin o.s.frv.

Þetta eru allt hlutir sem finnst óumræðanlega leiðinlegt að gera. Meira en leiðinlegt, ég átti til dæmis að skoða bílinn í febrúar en er ekki enn búin að því og það er kominn maí.
Á föstudeginum dreif ég mig að setja sumardekkin undir. Búin að treina það alla vikuna í von um að einhver góðhjörtuð manneskja myndi banka upp á hjá mér og bjóðast til að sjá um þessa leiðinlegu hluti fyrir mig.
Brunaði upp í MAX 1, þeir eru bestir því þeir eru með óendanlega bunka af skemmtilegum blöðum til að lesa meðan maður bíður.
DAGINN EFTIR var bílinn óökufær þar sem eitt dekk gaf upp öndinni. Sem þýðir að ég þarf aftur að leggja leið mína upp í MAX 1 til að bílastússast. Bílastúss er það leiðinlegasta í heimi....

Ef einhver vill gerast viðhaldsmaður fyrir bílinn þá myndi ég fyllast óumræðanlegu þakklæti.

laugardagur, maí 01, 2004

Ég held svei mér þá að félagslíf mitt hafi aldrei staðið í eins miklum blóma og nú. Að vísu ákvað ég að mæta ekki í 1. maí gönguna vegna lærdóms. En að öðru leyti er lærdómur ekki mikið að þvælast fyrir mér þessa dagana. Sem gæti verið slæmt þar sem það er próf á föstudaginn næsta.

Í ÁTT AÐ BETRA LÍFI

Vegna persónulegra aðstæðna þarf ég að taka upp á þeim ósið að hætta að reykja. Ég líkt og margir aðrir reykingarmenn eru alltaf á leiðinni að hætta en ótrúlegt en satt þá gerist lítið í þeim efnum. Ég hef nokkrum sinnum hætt að reykja í huganum en ég hef ekki hætt að reykja á öllum hinum vígstöðunum.
En eins og áður sagði þýðir ekkert hálfkák núna, ég þar einfaldlega að hætta að reykja. Möguleikinn á að halda áfram að reykja er því miður ekki fyrir hendi.


Til að ná þeim áfanga að verða reyklaus manneskja lagði ég leið mína í apótek til að nálgast hjálpartæki reyklausa mannsins. Meðal annars fékk ég bækling um hversu frábært lífið væri þegar maður væri orðin reyklaus manneskja og bla,bla,bla.

Ég fékk tvo bæklinga, annar þeirra fjallaði um hvernig hægt væri að hætta að reykja en vera ennþá háður nikótíni með að japla á tyggjó, sjúga staut, fá plástra. Hinn var ögn skárri því þar er von um að þurfa ekki að vera kaupa einhverjar vörur endalaust til að vera reykingarlaus. EN eru einhver lög um að reykingabæklingar eigi að vera hallærislegir, væmnir og skrifaðir fyrir hálfvita.
DÆMI
11. dagur: nú er líkaminn að hreinsa út öll eiturefnið, finndu hvað þú lifnar allur við
15. dagur: ef þér langar í sígarrettu dragðu andann djúpt að þér. (mjög líklegt til árangurs eða þannig)
Hringdu í vini þín og segðu við þá: Verið þolinmóð meðan ég er að ganga í gegnum um þetta. Hvetjið mig áfram!

Bæklingar eins og þessi gera ekkert nema að styrkja þá trú manns að reyklaust fólk er pínu ....... (af ótta við hefndaraðgerðir frá reyklausa fólkinu hef ég ákveðið að birta ekki síðasta orðið)