sunnudagur, ágúst 28, 2005

Það er ekki að spyrja að því....

um leið og prófum er lokið þá dett ég úr öllu bloggstuði.

Það styttist annars í að veturinn byrji, ég er enn á norðurlandinu og hér er búið að ákveða að sleppa haustinu og demba sér strax í veturinn. Það er kominn snjór í fjöll og orðið skuggalega kalt og ég vona að það sé eitthvað hlýrra á suðurlandinu.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

What to do...

Nú þegar hyllir undir námslok hjá mér, hvenær sem það síðan verður. Hef ég verið að velta fyrir mér við hvað ég eigi síðan að starfa. Ég býst nú við að starfa í menntunargeiranum, en við hvað og hvar, er nú spurningin. Ég er samt alvarlega að íhuga að gera líkt og Guðlaugur Þór. Ég hugsa að það myndi tryggja tilbreytingu í starfi sem og að launaumslagið yrði þykkara en annars.
Guðlaugur Þór er bæði alþingismaður og borgarfulltrúi, ég geri mér nú ekki vonir um að ég geti tryggt mér þessi störf en ég gæti hugsanlega kennt samtímis í grunnskóla og framhalds-skóla. Það vefst reyndar fyrir mér hvernig ég myndi sinna þessum störfum samtímis en vafa-laust getur Guðlaugur gefið mér góð ráð.
Mér hefur einnig dottið í hug að gera líkt og Björn Bjarnason, alþingismaður, ráðherra og borgarfulltrúi þá gæti ég verið skólastjóri og kennari við sama skóla og til að fá smá aukapening kennt í öðrum skóla. Það gæti reyndar verið of mikið álag en varla meira en Björn býr við og þar sem ég er talsvert yngri en hann þá ætti ég ekki að vera í vandræðum að ráða við það.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Framkvæmdagleði:)

Það klikkar ekki að þegar ég les fyrir próf þá kemur yfir mig svo mikill framkvæmdarandi. Ég er yfirleitt komin með lista eftir nokkra daga yfir hluti sem væri svo skemmtilegt að gera.

1. ég get ekki beðið eftir að læra undir hitt prófið, það verður svoo miklu skemmtilegra.
2. Reikningar, alveg bráðnauðsynlegt að raða þeim fallega í möppu
3. Hreingerningar, það er aldrei eins skemmtilegt eða nauðsynlegt að þrífa en einmitt nú
4. Sund
5. Heimsóknir, hvað það væri nú gaman að kíkja á einhverja sem ég hef ekki séð endalaust lengi.

og ég gæti haldið endalaust áfram.....

laugardagur, ágúst 13, 2005

Kenningar

Loksins búin að yfirgefa Norðurlandið í bili. En ekki tekur betra við, það er víst kominn tími að bretta upp ermarnar til að fara sumarpróf. Sumarpróf fer mjög ofarlega á listann yfir hluti sem EKKI á að gera yfir sumartímann. En þetta er nú bara ein og hálf vika þannig ég ætti ekki að vera kvarta og veina en ég ætla samt að gera það. Í fyrsta lagi er sól og hiti úti það eitt gerir það nær ómögulegt að lesa undir próf, alveg sama hvað ég les mikið þá kemst ég engan veginn í próffíling, það er enginn annar að læra sem ég þekki og því þarf ég að lesa ein. Sem er gott fyrir einbeitinguna en afar leiðinlegt.

Athyglisgáfan hjá Gumma bró er ekki upp á marga fiska. Ég hélt s.s. suður á fimmtudags-morgun, hringdi m.a. segja heima í hádeginu daginn eftir og spjallaði við Gumma. Svo um kvöldmatarleytið á föstudeginu hringdi Gummi og spurði hvar ég væri. Þá var hann fyrst að taka eftir því að ég hefði ekki verið heima í tvo daga.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Marta Smarta

skrifar reglulega góð ráð í fréttablaðið.

Eitt af því sem hinn meðal Jón virðist oft klikka á yfir sumartímann þegar sól skín í heiði og hitastigið hækkar þá eru sumarfötin dregin út úr skápnum án þess að hann Jón stoppi í augnablik og íhugi hvort þessi föt séu nokkuð úr sér gengin eða jafnvel enn verra eiga lítið sameiginlegt með ráðandi tískustraumum. En Mörtu finnst það þó skömminni skárra en liðið sem vippar sér í léttari fatnað og er ekki í kjörþyngd, það án þess að blikna fækkar fötum og er í efnisminni fatnaði í hitanum og sólinni án þess að vera í kjörþyngd.....

ég gat nú ekki annað en velt því fyrir mér hvað fólkið sem ekki er í kjörþyngd (u.þ.b. 65% Íslendinga) ætti að gera þegar sólin er að bræða mann, yppa öxlum og hugsa með sér "einn daginn verð ég í kjörþyngd og get farið í sumarfatnað"

föstudagur, ágúst 05, 2005

Kuldi,kuldi,kuldi

Það mætti halda að það væri kominn vetur, það er búið að vera svo ógeðslega kalt að það er engu lagi líkt.
Skellti mér á Sauðárkrók með Helgu í vikunni, náðum að hitta aðeins á Guðný Erlu og einhverja Dani sem hún var með í eftirdragi. Það er annars meira hvað er alltaf mikið málað á Sauðárkróki, í hvert sinn sem ég kem þangað er búið að skipta um lit á húsunum við skagfirðingabraut. ég vildi að málaragleðin næði hingað á dósina.

Það styttist annars í suðurferð einungis ein vika eftir að hinu ljúfa "lífi" á dósinni.