laugardagur, nóvember 26, 2005

END-NOTE

Veit einhver hvar og hvernig ég get nálgast END-NOTE á netinu án þess að ég þurfi að leggja út krónu?

laugardagur, nóvember 19, 2005

Óþolinmæði!

Ég er að bíða eftir símtali, kaffibolla, pakka og svari.....
Að bíða er ekki mitt sterkasta svið

föstudagur, nóvember 18, 2005

Fjöldaframleiðsla

Í dag hófst fyrsti dagur á fjöldaframleiðslu Erlu á verkefnum. En það er ein og hálf vika eftir af skólanum og kominn tími á að klára þessi blessuðu verkefni og skila þeim. Framleiðslugetan er um 1 verkefni á dag og áætlað er að halda versksmiðjunni opnri næstu 6 daga. Framleiðslu verður síðan hætt þangað til næsta vor:)

Drífa kitlaði mig og af því það er svooo gott að fresta hlutum þá ætla ég að bíða með aðeinn með það.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Tilfinningalegir smitsjúkdómar

Tilfinningarlegir smitsjúkdómar hafa verið mér hugleiknir undanfarna daga. En ég er eitthvað svo hress og upplifi tilfinningalega kátínu þessa dagana. Ég á vitrænan hátt velti fyrir mér á huglægan hátt hvort ég hafi orðið fyrir smiti. Það að hafa á einhvern hátt orðið fyrir því að smitast af tilfinningalegum smitsjúkdómi getur haft margskonar tilfinningalegar upplifanir. En með að lesa út úr þeim tilfinningalegum merkjum sem ég sendi frá mér ættu Drífa og Dröfn að geta séð hvort að ég hafi á tilfinningalegan hátt smitast með að gera sér upp hugmyndir á huglægan hátt og vinna úr þeim vitrænt.

laugardagur, nóvember 12, 2005

Fjölhæfur viðmælandi

Í Eigindlegum hef ég þurft að taka viðtöl við hina og þessa. Viðtölin hafa gengið misvel og misilla. Í gær tók ég síðasta viðtalið mitt og verð ég að segja að viðmælandi minn hafi sýnt marga mismunandi takta. Eftir að hafa samþykkt að ég tæki viðtal við sig með mjög skömmum fyrirvara varð mér ljóst að síðasta viðmælandinn væri jafnframt draumviðmælandi. Eftir viðtalið sem gekk mjög vel, minnist viðmælandi á hvort ég ætti ekki erfit með að pikka upp heilt viðtal. Jú,ég sagði eins og var að ég ætti frekar erfitt með það. Spurði viðmælandinn mig hvort hann ætti bara ekki að pikka það upp, sem ég þáði með þökkum. Á meðan hann sat sveittur við að pikka, hafði ég það náðugt og horfði á sjónvarpið, m.a. leiðarljós. Þess má geta að það er óhemju mikið verk að pikka upp klukkutíma viðtal, tekur mun lengri tíma heldur en að taka það og heldur ekkert sérstaklega skemmtilegt. Eftir daginn þegar viðmælandinn var búin að pikka upp viðtalið og ég búin að horfa á sjónvarpið og kvöldmatur að nálgast toppaði hann allt og bauð mér í mat. En eftir dagsáhorf á sjónvarp þá var ég orðin svolítið svöng þannig að ég þáði það með þökkum:)


Í götunni sem ég bý eru um 20 hús.
Í götunni sem ég bý er um 40 bílar
Í götunni sem ég bý er um 15 jeppar og 1 pallbíll

Gatan sem ég bý við er staðsett á höfuðborgarsvæðinu, samgöngur eru mjög góðar. Það kemur sjaldan snjór og götur eru mokaðar ef hann kemur. Gatan sjálf og allar nærliggjandi götur eru malbikaðar, ef svo ólíklega vildi til og gatan yrði einhvern tímann ófær þá eru almenningssamgöngur til að grípa í en strætó stopppar í fimm mínúta fjarlægð. Ég hef velt því fyrir mér í allnokkurn tíma hver er tilgangur í að eiga jeppa við svona aðstæður? Hann er alla vega ekki til að komast til og frá heimilinu sínu.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Veiii það er komin helgi

ég ætla að liggja með tærnar upp í loft alla helgina. Ráðstefnan gekk bara vel um helgina og fóru allar tilvonandi uppeldisfræðingar út að borða og sötra öl. Fórum á Tapas og það er frábært að borða, góður matur og ótrúlega gaman að fá svona marga rétti.

Svona lítur nýi bíllinn minn út nema að hann er hvítur:)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Uppeldi varðar mestu

Ráðstefn á morgun og á fimmtudaginn. Mjög spennandi, ég er með erindi á fimmtudaginn. Þetta er haldið í íslenskri erfðagreiningu í risastórum sal en í fyrra voru kannski um 25 manns. Þannig að þetta verður eins og að vera krækiber í helvíti. Þetta er
  • heimasíðan