föstudagur, apríl 28, 2006

Draumaprinsar

Ritgerðardruslunni var loksins skilað í gær, jei,jei,jei og til að fagna því ákvaðu veðurguðirnir að gefa mér yndislegt veður í dag, sól og hiti. Þar sem ég er svo örlát þá fáið þið hin líka að njóta þess þó að þið voruð ekki að skila af ykkur ritgerð.

Gærkveldinu var svo eytt með tveimur af draumaprinsum mínu. Þann fyrri sá ég að vísu bara í mýflugumynd en þann seinni, Adrien Brody sá ég aðeins meira af. King kong var ágætur líka en hann er fjarri því að komast inn á draumaprinsalistann.

Næsti höfðuverkur er svo sumardekkin. Þau eru einhver staðar í Hafnarfirðinu, í einhverri geymslu sem ég veit ekkert hvar er. Nóg leiðinleg finnst mér að þurfa að skipta um sumardekkin en að þurfa líka að leita að þeim, eykur bara leiðindin.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Stundum

bara stundum

smella hlutirnir saman

án þess að ég geri nokkuð

til þess að það gerist

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Hvað er framundan?

heilmargt, sumt skemmtilegt sumt minna skemmtilegt, sumt sem ég veit að muni pottþétt gerast sumt sem ég vona að gerist

allavegana

eitt stykki ritgerð eftir, átti eftir að gera tvær en með eina lélega hendi ákvað ég að fresta annarri.

skila sex in the city, sería 6 og bíð spennt eftir að Sunna kaupi sér næstu seríu

verða frísk, lítur vel út en er samt ekki orðin það, verð að viðurkenna að ég er orðin pínu þreytt að bíða eftir því.

fara í grill í Bergsmárann á morgun

kannski fara til útlanda í sumar í sólina, vona, vona, vona að það muni gerast

hitta heimshornaflakkarann Laufey og hinar skvísurnar yfir kaffi og fá fullt, fullt af slúðri og masi

hætta á sterunum

byrja aftur að drekka, í september eru komin tvö ár, TVÖ ÁR, síðan ég drakk síðast

og síðast en ekki síst og það allra skemmtilegasta

hitta nýja frænda minn á morgun, orðin móðursystir aftur og er orðin mjög spennt að sjá litla krílið

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Spil?

Það stefnir allt í spilamaraþon um páskana. Mér líst vel á það ótrúlega langt síðan ég hef spilað kana og trival.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Uppljóstranir!


• Ég er laumuaðdáandi NYLON. Hljómsveitir líkt og Nylon finnst mér alveg glataðar. Markaðsetning dauðans, útlitið og heildarmyndin skiptir öllu, meðlimir eru allar sætar, geta hreyft sig, koma vel fyrir o.sfrv. tónlistin sjálf er algjört aukaatriði. En þegar ég heyri lag með þeim, þá syng ég, humma með, skipti aldrei um rás ef ég ætti disk með þeim, myndi ég pottþétt hlusta á hann í bílnum og syngja með.


• Ég syng hástöfum þegar ég er ein að keyra og finnst það frekar mikið gaman.

• Ég hef ekki farið til tannlæknis í þrjú ár. Er reyndar að fara að panta mér tíma en ég kvíði fyrir þeirri heimsókn.




• Horfi alltaf reglulega á Leiðarljós





• Ég get verið svo pjöttuð að það hefur ollið mér vandræðum.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jafnréttisgrýlan

Einhvern tímann í síðustu viku var Víkverji (í morgunblaðinu) að lýsa áhyggjum sínum yfir því að sjaldan eða aldrei er gripið til aðgerða eða að Feministar láti í sér heyra þegar karlar verða fyrir kynjamisrétti. Kæri Víkverji ástæðan fyrir því er einföld. Karlar verða í fáum tilvikum fyrir kynjamisrétti. Í raun má segja að það séu einungis í tveimur tilvikum sem karlar verða fyrir kynjamisrétti, þ.e. í forræðismálum og fæðingarorlofi.

Konur aftur á móti líða fyrir kyn sitt á fleiri sviðum.
Sem dæmi má nefna

Launamisrétti
Kynbundinn launamunur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar, er 14%.

Skóli
Strákar fá að meðaltali 70% athyglinnar í tímum, stelpur fá rest.
Færri konur í doktorsprófi
Konur hafa færri tækifæri til að komast í prófessorstöður við Háskóla

Stjórnmál
Af sveitarstjórnarfulltrúum eru konur 30%
Af alþingsmönnum eru konur í minnihluta
Af formönnum stjórnmálaflokka er ein kona

þær vinna ólaunaða vinnu (heimilsstörf og barnastúss) í mun meira mæli en karlar, þær verða ekki stjórnarformenn, þær verða frekar fyrir heimilsofbeldi og svo framvegis.

Þetta er ástæðan fyrir því að lítið heyrist þegar hægt er að finna eitt og eitt tilvik þar sem karlar verða fyrir kynjamisrétti. Karlar verða bara svo miklu, miklu sjaldnar fyrir kynjamisrétti. Kynjamisrétti veldur því ekki að þeir fái lægri laun, verri stöður, verri atvinnutilboð, séu fastir heima yfir börnum og heimilsstörfum og svo mætti lengi halda áfram. En konur finna fyrir áhrifum kynjamisréttis á svo mörgum sviðum.

Þess vegna er eytt meira púðri í að auka hlut kvenna og vekja athygli á því misrétti sem þær eru svo oft beittar.

Í þeirri von um að kynjamisrétti muni heyra fortíðinni til.

sunnudagur, apríl 02, 2006

....

Heyrði í uppáhaldssímavini mínum í gær.

Sem var gaman, reyndar mjög gaman. Talaði mikið og hlustaði, ég held að hann sé einn af fáum sem getur talað mig í kaf. Og hló, hló svo mikið að ég fékk verki í magann.

Þegar ég var sem veikust var það oft í einu skiptin sem ég gat hlegið eitthvað af viti.

Ég vældi stundum óheyrilega mikið í honum, örugglega ekki það skemmtilegasta í heimi að hlusta á veikindaraus en hann lét sig hafa það. Leyfði mér að rausa og kom mér síðan til að hlæja.

Nú þarf ég að ekki að væla eins mikið, sem er gott. Vonandi kemur einhvern tíman að því að ég þurfi ekkert að rausa við hann.