föstudagur, febrúar 02, 2007

Aldingarðurinn


Sá í fréttunm áðan að Aldingarðurinn eftir Ólaf sony Jóhannson hefði fengið bókmenntaverðlaunin. Ég er lítil smekkmanneskja á bækur samkvæmt bókasafnsverðinum á dósinni sem leggur sig allan fram við að fá mig til að lesa fagurbókmenntir en honum finnst ég taka alltof mikið af ruslbókum og lítið af alvörum bókum. ég skil samt ekki af hverju Aldingarður hreppti verðlaunin, mér fannst bókin ágæt en langt í frá að vera eitthvað meistarastykki. En fyrst hún vann þá hlýtur hún að vera betri en hinar bækurnar en ég einhvern meginn efast um að hún sé betri en Sendiherrann eða Tryggðarpantur.








Stefnan er að fara í bæinn í næstu viku og ég hlakka svo til...
Planið er að

fara í klippingu
horfa á ANTM í Sigluvoginu
drekka eitt hvítvínsglas með skvísunum
vera viðstödd skírnina hennar "Jósefínu Tómasínu"
kjósa Háskólalistann

og eitthvað fleira vonandi... hlakka ógurlega til.