sunnudagur, desember 21, 2003

Það er eins og hægist á tímanum þegar maður kemur heim á dósina og framtíð er fjarlægur draumur. Lífið snýst um daginn í dag... hvað eigi að borða, hvort það eigi að fara í kaupfélagið og finna e-n til að leika við.
Plús að það er kominn snjór svo jólaskapið er komið.
Það verður örugglega svipað langt í næsta blogg en ég held það skipti engu máli því mér sýnist allir vera frekar latir...

þriðjudagur, desember 16, 2003

Það verður nú munur að geta andað að sér hreinu lofti á morgun, án aukaefnanna sem eru í loftinu hér í Rvík. Ég fer s.s. norður á morgun því þar bíður mín mikilvægt verkefni... setja traktorinn út í garð og skreyta:)
En þar sem heimili mitt fyrir norðan er eitt af þeim 30% sem hafa ekki nettengingu þá verður eitthvað lítið um bloggskrif um jólin ekki nema ég nái að véla mig inn á fólk sem hefur internettengingu...

mánudagur, desember 15, 2003

Það eru vegleg verðlaun fyrir þann sem verður gestur nr. 2000.
er að bíða eftir að fara í aðferðarfræði, prófið hefst nákvæmlega eftir 25 mínútur... verð að viðurkenna að ég er pínu eiginlega rosa stressuð en vonandi á þetta eftir að ganga....

svo er ég komin í jólafrí.... ég ætla að drífa mig strax heim og skreyta traktorinn, get ekki beðið

laugardagur, desember 13, 2003

Var í prófi í dag og gekk ekki vel, var að drepast úr hausverk og illt í maganum. Þurfti eiginlega að byrja að læra í kvöld fyrir aðferðarfræðina en sökum höfðuðverks sleppti ég því og er með nagandi samviskubit í augnablikinu... hata próf:(

ég verð mjög svekkt ef ardís dettur út, ég held mér finnist 10 sinnum skemmtilegra að horfa á þetta (lágmenningar)dót bara út af því maður kannast við e-n. Ég verð m.a.s. að viðurkenna að ég kaus ardísi án þess að hafa horft á idolið, ég veit að tæknilega er það svindl en mér er alveg sama, ég vil hafa hana áfram.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Fyrsta prófið í morgun... held mér hafi gengið ágætleg... annars var mjög skondið í prófinu þá var voru prófin með ranga próförk, heilmikill tími sem fór í að finna rétt próf og e-ð svoleiðis vesen... yfirsetufólkið vildi greinilega ekki missa neinn tíma úr líkamsræktinni og marseraði fram og til baka um gólf m.a. á gólfi sem brakar í.... og fleira og fleira. Sé núna þegar fólk hefur verið að barma sér yfir yfirsetufólki hvað er að meina.

aftur próf á morgun, og síðan á mán (ég er viss um að það hafi allir rosalegan áhuga á próftöflu minni) og svo jólafrí jei..

þriðjudagur, desember 09, 2003

Síðastliðinn vetur ákvað ég að taka mér (annað) ársfrí frá skóla. Þær ástæður sem ég gaf upp opinberlega voru m.a. borga upp skuldir v/ ferðarinnar, öðlast starfsreynslu (vann á sambýli), væri ekki ennþá búin að ákveða í h-a nám mér langaði að fara í o.s.frv. allt ástæður sem líklegt er fólk haldi að ég sé hugsandi og skynsöm (nauðsynlegt að huga að almannaáliti). En meginástæðan fyrir að ég skellti mér bara ekki strax í skólann voru peningar og gríðarleg löngun til að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu eða söfnun stöðutákna. Þegar fyrsti útborgunardagurinn rann upp gerði ég mér ljóst fyrstu misstökin sem ég gerði ég gleymdi að reikna með skattinum. Þrátt fyrir að vilja jöfnuð í þjóðfélaginu finnst mér samt allt í lagi að skatturinn sé ekkert að grufla í mínum peningum. Þrátt fyrir þetta litla bakslag var ég enn með óbilandi trú á hversu yndislegt líf mitt yrði með þáttöku í lífsgæðakapphlaupinu. Þegar leið á veturinn lærði ég betur inn á þáttökuna í hlaupinu mikla og öðlaðist jafnframt meiri færni, tók kreditkort upp á mína arma. Þá fyrst var ég orðin fullgildur keppandi enda gekk mér mun betur eftir að kreditkortið kom til sögunnar. Það var þó eitt sem truflaði mig þegar leið að vori, þrátt fyrir að hafa haft meiri pening á milli handanna, getað leyft mér meira, eignast meira og eytt meiru í vitleysu þá verð ég nú að viðurkenna að mér hálfleiddist um veturinn. Olli mér þetta miklum heilabrotum því ég hef alltaf haft gaman af að eyða pening í hitt og þetta (aðallega ferðalög, bjór og föt). þ.a.l. var ég búin að draga þá ályktun að eyða heilum vetri bara í að kaupa hluti væri mjög skemmtilegt en því var nú öðru nær. Ég hef aldrei getað fundið góða útskýringu á af hverju að kaupa hluti og að vera fullgildur meðlimur í lífsgæðakapphlaupinu hefði ekki verið meira gaman en þetta.

Svo leið tíminn... skellti mér í skóla.... og þar rakst ég á þetta.......

samkvæmt e-m Campell þá lýsir neysluhyggja nokkurn veginn svona:
Draumur..................um e-n hlut
Eftirvænting...............eftir honum
Svörun.........................hluturinn keyptur
Fullnægin........................ánægjan yfir að hafa keypt hlutinn

EN ánægjan varir bara svo stutt þannig að aftur þarf að byrja á nýjum draum o.s.frv. Lífsgæðakapphlaup er því eiginlega ekki kapphlaup heldur hringur þar sem engin endastöð er. Það er búið að telja okkur trú um að það sé hægt að ná toppnum,sjálfsögðu stefna allir á toppinn, veit ekki allavega um marga sem stefna á að tapa....

sunnudagur, desember 07, 2003

Af hverju komst Sessý ekki áfram, ég var að hlusta á þetta netinu og mér fannst hún þvílíkt flott, langflottast. Ég viðurkenni að hún er líklegast ekki með flottasta hárið í bænum en hún er með fallegustu röddina það hlýtur nú að vera meira atriði í þessari blessuðu keppni.

annars eru það bara próf, próf, próf, geðveiki, próf, nammi, próf, lesa, próf, senda drápsaugnráð til þeirra sem tala hátt í odda, próf, próf, diet pepsi, próf, ruslmatur, próf, bíða eftir e-r engill komi og þvoi þvottinn, próf, próf, vakna snemma, próf, fara seint að sofa, próf, próf, bíða eftir draumprinsinum, próf, próf......

fimmtudagur, desember 04, 2003

jæja, tók prófið hjá Auði, það er nauðsynlegt að taka pásur og hanga á netinu þegar maður er að læra undir próf. ég er

Find your inner Smurf!

gáfnastrumpur er frekar leiðinlegur....

en sem betur fer breytust viðhorf mín og ég tók prófið aftur

Find your inner Smurf!


strumpa finnst mér miklu betri lýsing:)

miðvikudagur, desember 03, 2003

jæja próftörn opinberlega byrjuð. Ég er strax búin að innbyrða óheyrilegt magn af kóki og súkkulaði (æðibitar) og farin að hafa dagdrauma um jólafrí. Ég verð að viðurkenna að ég er dottin úr allri prófæfing, en vonandi lagast þetta á morgun þegar ég hef dag nr. 2 í próftörn.