þriðjudagur, maí 31, 2005

Sól, sól skín á mig

hér á hefði átt að koma mjög fín mynd af sól en ég verð líklegast að viðurkenna að ég man ekki lengur hvernig á að setja inn mynd. Ég yrði óumræðilega þakklát ef einhver góðviljaður myndi kannski lauma töfra0rðunum í athugasemdir...
Sólin er mætt á norðurlandið og því hægt að leggja kuldagallanum en það var frekar kalt fyrstu vikurnar hérna. Ég fór í síðustu viku til höfuðstað norðurlands var þar í mestu makindum að svamla í sundlauginni þegar eitthvað hvítt kom úr lofti, mánuði eftir sumardegi fyrsta, ísland best í heimi.

Eitthvað er í deiglunni að halda fagnaðarfund í sumar til heiðurs 10 ára fermingarafmæli. ég veit nú ekki hvort eitthvað verður úr því en það yrði sjálfsagt mjög gaman allavega er ég fegin að þurfa aldrei aftur að fara í grunnskóla það er með furðu að nokkur lifi það af að vera í þeirri stofnun:)

Ég var að spjalla við ungan mann um daginn og það barst í tal hvort aðgerðir sem til þess væru fallnar til að auka hlut kvenna í þjóðfélaginu ættu rétt á sér en honum fannst það ekki, ég varð hálf hissa ætlaði hann kannski að fara halda því fram það væri ekkert kynjamisrétti og ef konur byggju við verri kjör þá væri það bara þeim að kenna, þær nenntu bara ekki að sækja um hærri laun o.s.frv. nei, nei heldur sagði hann auðvita er ójafnrétti og það er bara fínt, það væri engin ástæða fyrir konur að vera alltaf að þessu væli. Svona væri þetta bara og ekkert þyrfti að laga, en þægilegt fyrir hann.

laugardagur, maí 21, 2005

Blönduós!!

Komin heim í bili...
Sumarið er ekki alveg komið hér á Norðurlandinu. Grasið er að vísu orðið smá grænt og það er bjart fram eftir kveldi en það snjóar!!!
Ég fór vestur um síðustu helgi og keyrði framhjá Borðeyri en þar er búið að setja ökubann þegar skólinn stendur yfir. Fólkið á Kópaskeri gerir grín að Borðeyri, segir það ekki allt sem segja þarf.

Ég er ekki alveg að komast í blogggírinn aftur ekki það að ég hafi einhvern tímann verið öflugur bloggarri en batnandi fólki er best að lifa þetta kemur líklegast með æfingunni.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Alfie

er mjög sætur en myndin var ekkert meistaraverk. Mér hefur aldrei fundist Jude Law neitt spes en hann er mjög spes í alfie

Fermingarveisla um helgina í B0lungarvík ég skil ekkert í þessum ættingjum að troða sér á alla útkjálka sem til eru. og ég enn einu sinni kemst ekki á próflokadjamm, ég held ég hafi aldrei afrekað að komast á eitt slíkt.

Það stefnir í Blönduóscity eftir helgina, vei,vei það verður án efa meiriháttarstuð.

miðvikudagur, maí 11, 2005

úff...

þá er komið einu sinn að því að flytja.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Einkaritari

Í dag er ég einkaritarinn hans Ella. Starfslýsing er einföld, brosa og segja Elías er ekki við get ég tekið skilaboð.

Prófið gekk svona lalala, ekki minn besti árangur á prófi svo mikið er víst. Vika eftir í Reykjavík svo er stefnan tekin á Vestfirði í fermingarveislu og eftir það taka við þrír mánuðir á Blönduósi sem án efa á eftir að vera alveg eins og öll önnur sumur sem ég hef eytt á dósinni. Helsta afþreyingin felst í að telja hvað margir dagar eru þangað til maður kemst aftur suður...

mánudagur, maí 09, 2005

Síðasta prófið...

Ég hef sjaldan farið eins illa undirbúin í próf og ég er að fara að gera núna, ég fæ hroll.

ef ég hefði samvisku í það þá myndi ég skrópa í prófinu, ég á örugglega eftir að enda grenjandi í prófinu af gremju.

sunnudagur, maí 08, 2005

Brúðkaup og próf!!

Að öllu jöfnu er ég mjög dugleg að læra fyrir próf. Þessi vika hefur ekki verið mjög týpisk vika í próflestri. Fyrst byrjaði ég á að næla mér í einhverja fína pest, það tók sinn tíma að sinna henni svo lokst þegar pestin fór og tími kominn til að snúa sér að bókum var komið að því að fara í brúðkaup. Já það er mjög nauðsynlegt að mæta í allavega eitt brúðkaup í prófum, rannsóknir hafa sýnt að það geri gæfumuninn að dusta rykið af sparifötunum og taka snúning í brúðkaupi.

Enda vaknaði ég í morgun alveg eiturhress og full tilhlökkunnar að eyða deginum í faðmi viskunnar....

föstudagur, maí 06, 2005

Fyrir tómum sal

Að eðlilegum ástæðum þá voru nú flestir hættir að kíkja á síðuna mína. Því velti ég nú fyrir mér hvort bloggið verði einungis fyrir sjálfan mig. Því fylgir nú samt ákveðið frelsi ég gæti tekið upp á því að skrifa allskonar órhróður um mann og annan án þess að nokkur tæki það óstinnt upp, það eru ákveðnir möguleikar að vera ungfrú geðvond og skrifa eingöngu neikvæða hluti og benda á allt það sem aflaga fer yfir daginn og hvað annað fólk er mikið fífl, ég gæti líka haft síðuna sem algjört egótripp og verið ungfrú frábær og hafið hvern dag á upptalningu um mína frábæru kosti og sett inn myndir af mér við hin ýmsu tækifæri. Möguleikarnir eru endalausir, ég held ég taki helgina í að velta fyrir mér hvaða leið ég muni fara.


SAMFYLKINGIN

Ég og örugglega ekki sú eina fékk atkvæðaseðil fyrir formannskjörið. Ég vissi nú ekki að ég væri skráð í flokkinn en það er víst ekkert einsdæmi. Það á eftir að koma í ljós hvort ég láti atkvæði mitt í póst en ef það gerist þá er Ingibjörg allavega einu atkvæði nær formannsstólnum.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Próf

Lærdómur fyrir próf í ár er með breyttu sniði en undanfarin ár. Í fyrsta lagi hefur það verið smá erfiðleikum háð að sitja lon og don yfir skruddunum og í öðru lagi er Auður laus undan oki próflesturs og er upptekin við aðra merkilegri hluti en að hanga með mér að læra. Ég get nú ekki sagt að fjarvera Auðar hafi góð áhrif á próflesturinn minn, ég hef til dæmis látið Guding Light ekki framhjá mér fara í próflestrinum.

Aumingjablogg

Hendin er öll að komast í lag þannig það lítur út fyrir að ég geti aftur byrjað að blogga. Ég á nú ekki von á að ég eigi eftir að fylla flokk duglegra bloggara því ég hef alltaf verið laus við að blogga reglulega en við sjáum hvað setur.