sunnudagur, júlí 24, 2005

Brúðkaup

ég er ekki frá því að brúðkaup séu bestu partý sem ég kemst í. Það er nóg að borða, nóg að drekka og allir svo endalaust glaðir. Þeir sem þekkja Sigrún vita að hún er ekkert sérstaklega dönnuð´, hún var það samt í gær þangað til að kom að því að kasta brúðarvendinum. Ég hef aldrei séð annað eins kast, vöndurinn sveif ekki yfir salinn heldur kom hann á fleygiferð í vegginn sem by the way var í töluverð fjarlægð frá brúðinni og splundraðist þar....

föstudagur, júlí 22, 2005

10 ár...

Það eru víst 10 ár síðan ég fermdist, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Um síðustu helgi var haldið heljarinnar partý til að fagna þessum merka áfanga. Þvílíkt stuð þetta er eina skiptið sem ég síðan ég þurfti að hætta að drekka sem ég virkilega syrgði það. Brynjar og Linda sáu um að grilla ofan í mannskapinn og þegar búið var að ljúka af hvað ertu búin/búinn að gera síðan var bara eins og ekkert hefði breytst nema ögn meira áfengi innbyrt núna heldur en þegar fermingarheitin voru staðfest, mæli með þessu bekkjarpartýum:)

heljarinnar stuð um síðustu helgi best af öllum finnst mér samt að vera ekkert að hafa fyrir því að hafa kveikt á loftræstingunni á ballinu, get ímyndað mér flestir hafi verið orðnir vel sveitttir undir það síðasta.

Brúðkaup um helgina... ég hlakka svo til að hitta liðið úr skólanum en Sigrún er að fara gifta sig um helgina, stefnan tekin á Selfoss eða eitthvar staðar þar nálægt ef það verður jafn mikið stuð þar líkt og var í síðasta brúðkaupi sem ég fór í þá er engu að kvíða.

sunnudagur, júlí 03, 2005

Veðrið

hver dagur á dósinni byrjar á hugleiðingum um veðrið, rignir í dag, verður sól, vonandi verður logn og svo framvegis. Þegar ég mæti í vinnuna þá halda áfram bollaleggingar um veðrið þetta hafi nú ekki verið svona í fyrra en fyrir tveimur árum þá var þetta svona... ég get endalaust talað um veðrið. Þegar ég er í bænum þá spái ég aldrei neitt í veðrið nema hvort það sé rigining eða ekki annars hef ég engan áhuga á veðrinu, spái aldrei neitt í það nema eins og sönnum Íslending sæmir þá verð ég alltaf óumræðileg glöð ef það er sól og hiti. Ég þarf síðan ekki að vera nema nokkra daga á dósinni og þá verðrið það fyrsta sem hugsar um og það síðasta...