þriðjudagur, febrúar 28, 2006

ummhh

Einn kunningi minn minnir mig alltaf á eina manneskju sem ég þekkti og fannst frábær á þeim tíma sem ég þekkti hana. Við nánari kynni var hún ekki eins frábær og í dag er mér hálfilla við hana. Ef ég sé téða manneskju legg ég mig fram um að þurfa ekki að tala við hana því hún minnir mig alltaf á tíma sem ég er feginn að er liðinn. Ég veit samt ekki hvort finnst mér verra að kunningi minn minnir á þessa manneskju eða að það skuli trufla mig að kunninginn minnir mig á hana.

Ég held samt sem áður að ég þurfi að hætta að láta það trufla mig því það er frekar ósanngarnt að láta kunningjann líða fyrir það að minna mig á einhvern sem ég vil ekki hugsa um lengur.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Flensan

Í Velkomin heim gjöf fékk ég eitt stykki flensu mér til mikillar gleði og ánægju:) Fór loks til fólksins í hvítu sloppunum. Sem er alltaf heilmikið lotterí, læknar líkt og aðrir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Í þetta skipti var ég þó heppin, boðið upp á Bráðavaktina meðan ég beið og fínn læknir.
Hann úrskurðaði að ég væri með flensu og væri glaðlynd.
Ég fékk pensilín við flensunni og bros við glaðlyndinu.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Komin heim...

á klakann kalda. Sem ég verð að segja er ekkert svo kaldur miðað við hvað það var kalt í Madrid.

Ég er mjög svekkt yfir því að vera komin heim en líka mjög fegin. En ástæðan fyrir því að ég er komin heim er bara að ég var aðeins of mikill skakkalappi til þess að þetta gengi upp:( Það er ekkert sérstaklega gaman að vera í borg sem er æðisleg og hefur upp á svo mikið að bjóða og það eina sem ég gat skammlaust nýtt mér var almenningssamgöngurnar. Skólinn var ekki að ganga upp aðeins of mikið að sitja og skrifa fyrir minn smekk og því ákvað ég að best væri bara að koma heim. Þó ég sé pínu svekkt yfir að þurfa að koma heima þá er ég sátt við það miðað við hvernig ég er þessa stundina en mér fannst þó ekki mikið vanta mikið upp á að þetta gengi upp en það vantaði herslumuninn.

Madrid er samt algjört æði, allt svo stórt en samt svo lítið og húsin svo flott. Það er kosturinn við að koma frá landi eins og Íslandi að ég get verið alveg dolfallin yfir því hvað hús geta verið stór og flott. Síðan var auðvita alveg frábært að hitta Möggu:) en hún býr í London og ég gisti hjá henni á leiðinni út og á leiðinni heim. Það var alveg frábært að hitta hana, hún á heima í æðislegu húsi og við að sjálfsögðu sáum Big Ben en ég held ég treysti mér ekki til að fara til London án þess að sjá hann og borðuðum mikið af góðum mat.

Hvað er síðan framunda... fara í skólann og verða frísk. Ég ætla bara að vera í hálfum skóla þessa önnina til að geta einbeitt mér að því að verða frísk. Ótrúlegt hvað það getur farið mikill tími í að lifa heilbrigðu líferni ef maður er ekki vanur því.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Kosningar, Kosningar...

Tá er komid ad tessu enn einu sinni enn

Kosningar til Stúdentaráds Háskóla Íslands

allir teir sem lesa tessa sídu og eru í Háskóla Íslands, hvet ég eindregid til ad kynna sér taer fylkingar sem eru í frambodi. Og ég er handviss um ad eftir ad tid kynnid ykkur fyrir hvad fylkingarnar standa fyrir tá er bara eitt sem kemur til greina....

` ad sjálfsogdu

en í stuttu máli ef tid hafid ekki tíma til ad kynna ykkur málefni fylkingar tá eru tau tessi í mjog svo stuttu máli...

Markmid Voku vinna kosningarnar, ná meirihluta til ad stúdenta- rádid geti verid undir forystu Voku.
Markmid Roskvu ad vinna meirihluta í stúdentarádinu til ad geta
haft hlutina eftir sinni hentisemi.
Markmid Háskólalistans fá alla stúdentarádslida til ad vinna sem
ein heild

Hefdin hefur verid sú ad sú fylking sem vinnur meirihluta, raedur ollu og skipar sína menn sem formann Stúdentaráds, framkvaemdastjóra, starfsmann skrifstofunnar og sem formenn nefnda og skipa í nefndir tannig ad teir fari med meirihluta. Hinar fylkingarnar fá svo rest sem gerir tad ad verkum ad alltaf er einungis ein fylking sem er virk, hinar sitja á hlidarlínunni og bída eftir naestu kosningum. Tessu vill Háskólalistinn breyta tannig ad loknum kosningum starfa stúdentarádslidar sem ein heild med einungis eitt markmid: ad baeta hagsmuni stúdenta.

og Hafdís tad er kosid 8. febrúar og 9. febrúar frá 9:00 til 18:00, ég hef tad eftir áreidanlegum heimildum ad tú sért búin í vinnunni kl:16:00 tannig ad tad aetti ad gefast tími til ad kjósa.