mánudagur, nóvember 27, 2006

Ritdómar

Ég gæti skrifað langan og leiðinlega pistil um hvað ritdómar eru ÖMURLEGIR. En ég er að hugsa um að hlífa ykkur við því þar sem ég er loksins, loksins búin að klára þá og einungis örfáar klukkustundir þangað til að ég læt þá af hendi. Alveg er mér sama þótt ég sjái þá aldrei, aldrei, aldrei aftur.


Næsta mál á dagskrá er svo hin blessaða BA ritgerð, 27. nóvember, 5.000 þúsund orð komin á blað og ekki nema 5.000 þúsund til 10.000 þúsund orð eftir, ummh lítið mál. Ekki frá því að það sé byrjað að gera vart við sig kvíðaköst og oföndun. En ef konur verður ógurlega dugleg næstu daga og vikur þá ætti þetta nú ekkert að vera SVO mikið mál. Ég og Drífurnar erum allavegana alveg ótrúlega duglegar þessa dagana að liggja yfir meistarastykkjunum okkar.

Ég fór í skírn í gær hjá dúllu mánaðarins henni Emilíönu Björt önnu Daggar og Bödda dóttur. Mér finnst nafnið ógurlega flott og litla skvísan er svo ljómandi heppin að hún virðist hafa erft brosið hennar mömmu sinnar. En allir sem þekkja Önnu Dögg vita að hún er með alveg einstakleg sætt bros. Kræsingarnar í veislunni voru síðan eins og í 200 manna fermingarveislu, ég held að ég hafi sjaldan séð eins mikið af kökum og gúmmilaði á einu borði.

laugardagur, nóvember 25, 2006

laugardagsblús

Ég er svo leið eitthvað þessa dagana, helvítis gigtin. Ég veit að ég á að vera þakklát fyrir að verða aftur frísk, ég veit að ég á að meta allt svo miklu betur í dag en ég gerði áður en ég veiktist en raun er ég bara pirruð og leið Pirruð á að vera ekki orðin frísk á nýjan leik, þurfa alltaf að vera að bíða og vona að ég verði alveg jafn góð og nái að hrista þetta af mér og mér finnst ég vera eitthvað svo dottin úr öllu.
Það ég var verri þá gerði ég auðvita mjög lítið, það er alveg full vinna að vera alltaf að drepast úr sársauka og geta sama sem og ekkert hreyft sig. Og þegar stendur svoleiðis hjá konu þá er maður ekkert að deyja úr hressleika og þar af leiðandi dettur maður svolítið úr sambandi við allt og alla.ognú þegar ég er alltaf að verða betri og betri og get aftur farið að gera venjulega hluti og vera með þá finnst mér ég vers svo dottin úr öllu og þá verð enn pirraðari og enn leiðari
En það eru auðvita alltaf ljósir punktar í tilverunni ég er hætt á sterunum og fokkings svefntöflunum þannig það er allavegana gott mál.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Sundhallarævintýrið


Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum fimbulkuldinn sem faðmar okkar þessa dagana. Eftir að hafa lesið sundsöguna hjá Drífu Atla ákvað ég það væri skynsamlegt að leggja leið sína í innilaug þessa vikuna. Hvað er annars málið með þessar fo++ing útisundlaugar það er alltaf skítakuldi hérna og það er varla hægt að komast í innilaug. Eftir minni bestu vitund er bara ein innilaug á höfuðborgarsvæðinu og því skundaði ég galvösk í sundhöllina.

Ég held ég hafi einu sinni áður farið í hana en var þá í fylgd með fullorðnum nú fór ég ein og ég mæli með að allir fari a.m.k. einu sinu aleinir í sund þar. Það er bara eitthvað svo ótrúlega fyndið að fara í sund þar þegar kona er eins sín liðs vegna þess að þá er kona ekki símasandi og gerir ekki annað en að taka eftir fólkinu og umhverfinu. Klefarnir eru auðvita sérkapítuli og greinilegt að sundhöllin var byggð áður en hagræðing og hagkvæmi varð allsráðandi. En óneitanlega gaman að geta lokað að sér í sínu eigin klefa við að skipta um föt og vera alveg laus við að rekast í annara manna rassa.

Sundlaugin sjálf er nú í minni kantinu og það er minna en ekkert pláss til að synda þar. Því ekki má synda fyrir framan dýfingarbrettið og skólakrakkar á sundæfingum taka síðan sinn skerf að plássinu eftir stendur örlítil ræma sem hinum almenna sundmanni er gert að synda. Synt er í hring til að að sem flestir geti synt. Svoleiðis fyrirkomulag er mjög hentugt en fyrir okkur sundtossana er það pínlegt. Já ég er sundtossi, var alltaf síðust í bekknum í sundtímum, syndi bæði illa og hægt.

Sundhöllin ólíkt öðrum sundlaugum býður upp á skemmtiatriði ég tel að fleiri sundlaugar ættu að taka það upp því óneitanlega er skemmtilegra að synda þegar einhverjir samferðarmenn skemmta manni. Gæði skemmtiatriðana var þó misjöfn. Dýfingarnar voru góðar, harla gaman að horfa á krakka og menn stökkva, nokkrir sem sýndu býsna góð tilþrif. Lyftingarnar voru pínu súrar en samt hægt að hafa gaman af þeim. Það eru nefnilega á einu bakkanum lyftingartæki sem vaskir menn og konur geta spreyt sig á í sundfötunum. Þegar ég var þarna voru úber massaðir gaurar í gömlu speedo sundskýlunum sem lyftu á fullu og spígsporuðu síðan um höllina til að sem flestir gætu séð þá.

og loks er hægt að gera æfingar í kvennaklefanum því þar er herbergið með dýnu og rimlum sem hægt er að gera hinar ýmsu teygju og styrktaræfingar ég þurkkaði mér nú bara læt það bíða betri tíma að gera æfingar í sundbol.

þetta var samt sem áður án efa ein sú eftirminnilegasta sundferð sem ég farið í þannig að ég get ekki annað en mælt með að sem flestir skelli sér í sund í sundhöllinni

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Svefntöflusýki

Þessa dagana er ég ekki að deyja úr hressleika, ástæðan: helvítis svefntöflur. Ég er búin að taka inn stera í um tvö ár, sterar eru algjör viðbjóður til lengdar og ein af mörgum aukaverkunum að erfitt er að sofa. Til að redda því fær kona svefntöflur sem hún samviskulega hefur tekið samhliða sterunum. Nú þegar sterainntöku er hætt mér til mikillar gleði þarf að hætta að bryðja svefntöflurnar. Ég í einfeldni minni hélt að það myndi nú verða lítið mál en svo er ekki.og er ég að verða brjáluð á þessu svefnveseni

sofna ekki á kvöldin og vakna ekki á morgnana sem er ótrúlega sniðugt þegar kona er að keppast við að skrifa BA ritgerð og klára þessa helvítis ritdóma. Ég er þessa dagana eins og ég sé í sumarfrí sofna seint og vakna seint.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Tengd við umheiminn á ný


ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Rosalega er leiðinlegt að komast ekki reglulega í tölvu í næstum tvær vikur er ég búin að vera fjarri hinum glæstu netheimum. Drattaðist lokst í dag á Þjóðarbókhlöðuna og sökum þess hve lengi ég er búin að vera fjarri netheimnum er ég ekki búin að læra neitt, búin að vera ofurupptekin við að lesa og skoða uppbyggilegt og fræðandi efni á netinu (ef einhver ætlar að halda því fram að ég sé bara búin að skoða blogg og síður sem birta regulega pistla um hin og þessi málefni er það fjarri sanni).

Fór í vikuferð til Norðurlandsins og er óhætt að segja að sú ferð hafi verið mjög árangursrík. Ég meira að segja kláraði eitt verkefni þar sem er mjög óvanalegt því
yfirleitt þegar ég er fyrir norðan geri ég allt NEMA að læra. Auk þess náði ég að losa mig við tvö lyf. Það er auðvita alltaf ánægjulegt að hætta á einhverju af þessum endalausum pillum sem ég þarf að gleypa en í þessu tilviki varð það sérstaklega ánægjulegt þar sem nú er ég komin í ásættanlega fjölda af pillum og er ekkert til fyrirstöðu að fara að þjóra ölið aftur. Að vísu þarf ég að bíða í tvær til þrjár vikur áður en það er hægt en það er allt í lagi þar sem ég hef ekki svo mikið sem tekið einn sopa af áfengum drykk í TVÖ ÁR OG TVO MÁNUÐI þá hugsa ég að það breyti litlu að bíða í þrjár vikur í viðbót.

Annars vil ég eindregið hvetja ykkur til að skrá ykkur í flokkinn til að styða Auði

Er byrjuð að fá væg kvíðaköst yfir ritgerðarskrifum en er það ekki eðlilegt, segið mér að það sé eðlilegt, mun ég ekki alveg örugglega ná að klára hana á tilsettum tíma.........ég er að reyna að vera svellköld yfir ritgerðarsmíðum en ég er ekki að grínast það rigna yfir mig sögur af fólki sem aldrei kláraði ritgerðina sína og býr núna í kofaskriflum, lengst í burtu og talar um að það sé að skrifa ritgerðina og sé alveg að fara að klára hana