fimmtudagur, desember 21, 2006

Jóla, jóla, jóla, jóla

ég er ekki frá því að smá jólafílingur hafi komið þegar ég kom á Blönduós (þrátt fyrir rokið og rigninguna) og jólaljósin á brúnni blöstu við mér og traktorinn var kominn út í garð heima með jólaseríuna........

þriðjudagur, desember 12, 2006

Odda tíðindi

Það sem skiptir mestu máli þessa dagana er að ákveða hvað á að nasla við lærdóm. Ég er mjög léleg í að kaupa eitthvað gott og sniðugt, ég er bara algerlega hugmyndasnauð þegar kemur að því að versla mat. Ég er aftur á móti að læra með nasl drottningunni sem er ætíð með nýtt, framandi og spennandi nasl á boðstólnum. Í dag bauð hún til dæmis upp á smjörbaunir (mun betra en það hljómar), saltkringlur, tómata og gulrætur, ógrynni af tyggjó og það klikkar ekki að hún er oftast með einn eða tvo poka af stjörnupoppi.

Stefnan er síðan tekin á Þjóðabókhlöðuna á morgun til að finna einhverjar alveg....bráðnauðsynlegar bækur og rit, ég er alveg komin með æluna af þessu ritgerðarstússi. Góðu fréttirnar eru að ég er alveeeeeeeg að verða búin með hana þannig að einhver von er að ég geti bloggað um eitthvað annað en ritgerðina

Fékk einhverjar blammeringar í kvöld frá systurinn sem öllu þykist ráða yfir að vera ekki búin að kaupa jólagjafir, ég nefnilega neitaði að kaupa þær í október og byrjun nóvember fannst það svo plebbalegt en verð nú að viðurkenna núna þegar styttist óðum í jólin að það hefði kannski verið sniðugt að klára þetta..... þrátt fyrir að hafa lofað að ætlað sjá um jólagjafirnar í ár þá er ég búin að koma þeim öllum af mér og er ekki ábyrg fyrir að kaupa nema eina gjöf!

sunnudagur, desember 10, 2006

Odda hátíðin

Mikið verð ég nú fegin þegar þetta ritgerðardrasl klárast...gengur reyndar mjög vel að skrifa en í stað þess að örvænta að ég nái ekki að klára ritgerðin snýst örvænting nú um að ritgerðin sé ekki nógu góð, að hún nái ekki að verða það meistarastykki sem henni var ætlað að verða. Mikið hlýtur nú að vera spennandi að lesa hvernig ritgerðarskrifin ganga hjá mér, ég er bara eitthvað svo niðursokkin í ritgerðarskrifin þessa dagana að mér er lífsins ómögulegt að tala um eitthvað annað eða blogga.

Jósefína Tómasína (eins og ég og Tommi nefnum hana) Sunnudóttir leit dagsins ljós um helgina, ég og Auður skunduðum upp á fæðingardeild til að kíkja á litla krílið áðan og hún er dásamleg í einu orði sagt og eggjastokkarnir fóru að klingja hjá Auði en mínar hugsanir snúast bara um tilvonandi drykkjuskap og engin breyting varð þar á þrátt fyrir að hún hafi verið ægilega sæt. Því trallala mér til mikillar gleði styttist nú óðum í að inntöku áfengra drykkja verði hafin. Hætt á sterunum, svefntöflunum, bólgueyðandi töflum og næstum hætt að þurfa að taka verkjatöflur, eftir stendur ekki nema tvö lyf.... það er því fátt sem stendur í vegi þess að hægt sé að byrja aftur að þjóra ölið en ég er ekki nema búin að vera án áfengra drykkja í tvö ár og þrjá mánuði og óhætt er að segja að ég hlakka pínulítið til. Reyndar hlakka ég svo mikið til að ég hálfpartin hræðist það.

jólin er svo víst á næsta leyti sem þýðir að einu sinni enn er komin tími á að pakka niður draslinu sínu og flytja, verð að viðurkenna að ég er orðin rosa þreytt á þessum sífelldu flutningum sem betur fer á ég mjög lítið af dóti.

fimmtudagur, desember 07, 2006

Odda fílingur

Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og henda á blað 7.000 orðum eða svo til viðbótar, skila ritinu til Johnny og útskrifast............ Ég og Drífa Atla sitjum hér nú orðið alltaf og skrifum líkt og brjálæðingar, oddafílingurinn í hámarki, þið þekkjið þetta, söknum hans þegar við þurfum ekki að vera þarna en vitum þegar við erum þar að þetta er ekki svooo gaman. Gengur samt ágætlega en er samt með svona nettan kvíðahnút í maganum um að ég nái ekki að klára þetta.

Efnilega stjórnmálakonan er orðin að tilvonandi þingkonu og ef allt gengur að óskum verður hún þingkona næsta haust. Ísland verður nú ekki illa svikið af því, hitti einmitt gamlan kennara af króknum sem taldi að það væri nú mikið gæfuspor að fá hana í þingliðið og lofaði henni fullum stuðningi næsta vor (án þess að ég væri að pressa á hana að kjósa dömuna)og vona að þið hin gerið það líka annað væri flónska.

Líkt og Hugrún þá tek ég stundum nett gleymskuköst þó ég sé nú ekkert í líkingu við hana. Var að koma að norðan um daginn, strunsaði upp tröppurnar klyfjuð af töskum og pokum og lenti í mesta brasi við að opna útidyrnar, að lokum hafðist það eftir að ég var orðin pínu pirruð á þessu. Fór inn, fékk mér smá að borða, las blöðin í rólegheitum og hugðist svo ætla að taka upp úr töskunum og FANN EKKI töskurnar! Ég hafði sem sagt skilið allt draslið fyrir utan dyrnar mínar, ferðatöskurnar, pokana og veskið mitt með pillunum og peningaveskinu í. Sem betur fer býr strangheiðarlegt fólk í Sölunum þannig að dótið var nú allt á sínum stað en frekar eitthvað Hugrúnarlegt.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Ég ætla

að blogga á morgun um þetta leiðinda heimapróf sem ég er föst í...ARG,ARG OG FNÆS, tilvonandi þingvinkonuna, ótrúlega gleymsku og bílskúrinn minn

föstudagur, desember 01, 2006

Dugnaður.is

Ég er búin að gera svo margt í vikunni

Fór norður
Búin að lesa alveg heilan helling
Flensan heimsótti mig og eitt stykki ælupest

Stuð!

-------

Stefnan er svo sett á höfuðborgarsvæðið annað hvort í kvöld eða eldsnemma í fyrramálið. Annars vegar var ég búin að lofa mér að gæta skæruliðana í Norðingarholtinu á sunnudagskvöldið og hins vegar er svo prófkjörið hjá VG á morgun. Vil ég mæla með henni Auði Lilju sem býður sig fram í 2. sætið. Hún er frábær, hefur margt fram að færa og á erindi inn á hið háa herrans Alþingi til að gera lífið aðeins auðveldara fyrir okkur hin. Ef hún nær 2. sætinu sem ég svo sannarlega vona þá heiti ég því að læra nöfnin á öllum köttunum hennar og vita hvaða köttur á hvaða nafn.

Svo er bara að spýta í lófana og vera ofur duglega að læra næstu viku ásamt Drífunum