miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Meðleigjandinn

Það hefur sína kosti að hafa meðleigjanda, fyrir stuttu síðan bættist við einn heimilsmeðlimur á laugarveginn. Í ekki stærri íbúð krefst þetta nokkra skipulagningu og samkomulags um hver fái að sofa í íbúðinni hverju sinni. Við erum bæði svo heppin að eiga athvarf hjá öðrum þannig að þetta gengur yfirleitt upp. Í dag þegar ég staulaðist heim í morgun var komin motta fyrir framan hurðinni og inni. Ekki vanþörf á, motturnar eru í stíl og nokkuð smekklegar auk þess keypti meðleigjandinn millistykki þannig að við getum setið á móti hvort öðrum við eldhúsborðið í sitthvorri tölvunni.

Ég launaði honum svo viðvikið með að borða frá honum brauðið...

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Þetta er orðið ögn vandræðalegt
Í haust fór ég í miðnefnd SHA Samtök hernaðarandstæðinga, í daglegu tali er oft talað um SHA en ég komandi frá dósinni segi trekk í trekk SAH sem er fyrirtæki heima á blósinni og er búin að segja SAH í nokkuð mörg ár og er búin að eiga í nokkrum erfiðleikum með að venja mig af því. SAH stendur annars fyrir Sölufélag Austur Húnventinga já og það er sláturhús bæjarins.......


en ef þú hefur ekki mikið fyrir stafni næsta fimmtudagskvöld þá er nýliða-ungliðakvöld hjá SHA

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Rödd skynseminnar

Rödd skynseminnar (ég): kannski er það sniðug hugmynd að skilja bílinn eftir heima í dag, bílinn minn er ekki sá besti í snjó.

Sá umhverfisvæni: er það? er það ekki alger óþarfi

Rödd skynseminnar: kannski ég nenni bara ekki að vera að vesenast á bílinum þegar færðin er svona þá er svo miklu einfaldara að taka strætó.

Sá umhverfisvæni: já, já eigum við ekki samt að fara á bílnum?
Rödd skynseminnar: jæja þá það er sjálfsagt ekkert vesen.


Vesen nei ekkert vesen.
Það er ekkert vesen að keyra bíl sem er svo lágt undir að hann hlunkast yfir smá föl og á í miklum erfiðleikum með að fara yfir smá hossur, það er ekkert vesen að láta keyra utan í bílin þinn og ripsa hann á hliðinni, það er ekkert vesen að þurfa að keyra um og skima eftir bílastæði og geta ekki keyrt inni í þau af því að það er svo lágt undir bílnum þínum, það er ekkert vesen að enda á því að keyra upp í Norðlingaholt (sem er á mörkum hins byggilega heims af því hvergi er hægt að leggja, koma upp í Norðlingaholt og leggja frekar langt frá húsinu sem þú ætlar þér í, þannig að þú þarft að fara fyrir bílastæði sem er fullt fullt af snjó og ert klædd í kápu og strigaskó.

Nei ekkert vesen, ég er svo fegin að hafa farið á bílnum og ekki tekið strætó þar sem það hefði verið VESEN!!

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

ástarsýki...

þegar þú ferð á kaffishús með vinkonu þinni og tekst að tala um sæta og klára kærastann þinn í annarri hvorri setningu og er samræðurnar snúast ekki um hann þá tekst þér að leiða talið að honum.

þér finnst ekkert athugunarvert að vera næstum í sleik frammi fyrir foreldra þína

þú ert orðin væmin, gengur um sælubros og átt mjög erfitt með að skilja af hverju pör rífast

sólarhringsaðskilnaður jafnast á við mánuð og þú hlustar af athygli þegar hann útskýrir hvað megapixlar eru og hvernig sjónvarpsútsendingar og hver munurinn er á flatskjá og túbusjónvarpi.

Hann hefur ekki enn heyrt þig ropa af fullum krafti