sunnudagur, október 12, 2003

Ástæðan fyrir því að ég er ekkert búin að skrifa má rekja til þess að ég er ekki jafn klár eins og ég hélt!! Allir auðveldu hlutirnir sem Auður kenndi mér reyndust síðan ekki jafn auðveldir þegar ég var orðin ein á báti fyrir framan tölvuna. En í stað þess að fyllast örvæntingu og skelfingu fór ég á stúfana og leitaði uppi reyndari bloggara í von um að ég gæti náð þeim fræðum sem nauðsynleg eru til að geta bloggað!!. Eftir langa og stranga setu yfir bloggfræðunum náði ég loks lágmarksþekkingu til að getað bloggað:)