föstudagur, nóvember 21, 2003

BLÓÐÚTSHELLINGAR er besta orðið til að lýsa síðasta RISK. Það var barist af hörku þar sem enginn var tilbúinn til að gefa eftir. Stór orð voru látin falla og víst er að seint mun gróa um heilt. Hver stóð uppi sem sigurvegari er á huldu þar sem leikmenn voru nær dauða en lífi er yfir lauk.

En ef við snúum okkur að "alvöru lífsins" bachelor, það má segja að það hafi ríkt mikil gleði á guðrúnargötu 7 er í ljós kom hver hneppti hnossið (Firestone). Ljóst er að Firestone hefði kallað yfir sig eymd og volæði ef Kirsten hefði orðið fyrir valinu. Sem betur fer áttaði Firestone sig í tíma og gat afstýrt þeim hræðilegum örlögum að giftast Kirsten.

Annars af minna mikilvægri málum. Próf í aðferðarfræði á morgun... ekki get ég hugsað mér neitt skemmtilegra en að fræðast um tölfræði og aðferðarfræði á föstudagskvöldi. Ég tel að háskólinn eigi hrós skilið fyrir að hafa próf á laugardögum, með því er stuðlað að uppbyggilegri og heilbrigðri skemmtun meðal skólafólks. Óhætt er að segja að meðal stúdenta ríkir almenn ánægja með þessa ráðstöfun....