Síðastliðinn vetur ákvað ég að taka mér (annað) ársfrí frá skóla. Þær ástæður sem ég gaf upp opinberlega voru m.a. borga upp skuldir v/ ferðarinnar, öðlast starfsreynslu (vann á sambýli), væri ekki ennþá búin að ákveða í h-a nám mér langaði að fara í o.s.frv. allt ástæður sem líklegt er fólk haldi að ég sé hugsandi og skynsöm (nauðsynlegt að huga að almannaáliti). En meginástæðan fyrir að ég skellti mér bara ekki strax í skólann voru peningar og gríðarleg löngun til að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu eða söfnun stöðutákna. Þegar fyrsti útborgunardagurinn rann upp gerði ég mér ljóst fyrstu misstökin sem ég gerði ég gleymdi að reikna með skattinum. Þrátt fyrir að vilja jöfnuð í þjóðfélaginu finnst mér samt allt í lagi að skatturinn sé ekkert að grufla í mínum peningum. Þrátt fyrir þetta litla bakslag var ég enn með óbilandi trú á hversu yndislegt líf mitt yrði með þáttöku í lífsgæðakapphlaupinu. Þegar leið á veturinn lærði ég betur inn á þáttökuna í hlaupinu mikla og öðlaðist jafnframt meiri færni, tók kreditkort upp á mína arma. Þá fyrst var ég orðin fullgildur keppandi enda gekk mér mun betur eftir að kreditkortið kom til sögunnar. Það var þó eitt sem truflaði mig þegar leið að vori, þrátt fyrir að hafa haft meiri pening á milli handanna, getað leyft mér meira, eignast meira og eytt meiru í vitleysu þá verð ég nú að viðurkenna að mér hálfleiddist um veturinn. Olli mér þetta miklum heilabrotum því ég hef alltaf haft gaman af að eyða pening í hitt og þetta (aðallega ferðalög, bjór og föt). þ.a.l. var ég búin að draga þá ályktun að eyða heilum vetri bara í að kaupa hluti væri mjög skemmtilegt en því var nú öðru nær. Ég hef aldrei getað fundið góða útskýringu á af hverju að kaupa hluti og að vera fullgildur meðlimur í lífsgæðakapphlaupinu hefði ekki verið meira gaman en þetta.
Svo leið tíminn... skellti mér í skóla.... og þar rakst ég á þetta.......
samkvæmt e-m Campell þá lýsir neysluhyggja nokkurn veginn svona:
Draumur..................um e-n hlut
Eftirvænting...............eftir honum
Svörun.........................hluturinn keyptur
Fullnægin........................ánægjan yfir að hafa keypt hlutinn
EN ánægjan varir bara svo stutt þannig að aftur þarf að byrja á nýjum draum o.s.frv. Lífsgæðakapphlaup er því eiginlega ekki kapphlaup heldur hringur þar sem engin endastöð er. Það er búið að telja okkur trú um að það sé hægt að ná toppnum,sjálfsögðu stefna allir á toppinn, veit ekki allavega um marga sem stefna á að tapa....
Svo leið tíminn... skellti mér í skóla.... og þar rakst ég á þetta.......
samkvæmt e-m Campell þá lýsir neysluhyggja nokkurn veginn svona:
Draumur..................um e-n hlut
Eftirvænting...............eftir honum
Svörun.........................hluturinn keyptur
Fullnægin........................ánægjan yfir að hafa keypt hlutinn
EN ánægjan varir bara svo stutt þannig að aftur þarf að byrja á nýjum draum o.s.frv. Lífsgæðakapphlaup er því eiginlega ekki kapphlaup heldur hringur þar sem engin endastöð er. Það er búið að telja okkur trú um að það sé hægt að ná toppnum,sjálfsögðu stefna allir á toppinn, veit ekki allavega um marga sem stefna á að tapa....
<< Home