mánudagur, nóvember 24, 2003

Röskva hefur tekið sig til og gefið millistykki til formanna nemendafélaga innan háskóla íslands og reddað afslætti á millistykkjum fyrir nemendur í heimilistæki til að vekja athygli á skort á innstungum innan veggja háskóla íslands. Röskva tekur sérstaklega fram að þetta sé "grín" þegar það er sagt en ekki látið liggja milli lína að um spaugilegt atvik sé að ræða þá finnst mér þetta ekkert fyndið lengur. Ég var alveg nógu klár til að fatta að þetta var grín það þurfti ekkert að stafa það fyrir mig.
NIÐURSTAÐA: röskva er húmorslaus

Uppáhaldskennarinn minn hrapar óðfluga niður vinsældarstigann því hann er ekki ennþá búin að skila mér verkefni sem ég þarf til að geta klárað ritgerðina:(