miðvikudagur, mars 03, 2004

Ég kem frá litlum fögrum bæ sem er ekki með umferðarljós. Þannig get ég ekki sagt að ég hafi drukkið reglur um umferðarljós með móðurmjólkinni. Þegar ég tók bílprófið var smá partur þar sem fjallaði um tilgang umferðarljósa og hvaða reglur giltu þegar þau mundu verða á vegi manns. Ég hef hingað til talið mig hafa skilið reglurnar, þær eru ekki svo flóknar
grænt fyrir áfram
gult fyrir að hægja á sér og stoppa eða gefa í og bruna áfram
og loks rautt fyrir stopp.

Umferðarljós urðu einmitt á vegi mínum í dag. Það kom rautt ljós og ég þ.a.l. stoppaði bílinn og beið eftir gulu/grænu ljósi til að halda ferð minni áfram. Meðan ég beið í mestu makindum á rauða ljósinu þá fór ekki einn bíll yfir heldur þrír bílar. Annað hvort voru þetta ökufantar eða ég er gjörsamlega að misskilja hvað rautt ljós stendur fyrir.




Ég fékk mjög vafasamt tilboð í dag... nýi fíni bílinn minn sem ég þeysist um götur bæjarins á hraða ljósinss er að mínu áliti mjög eigulegur og góður bíll. Mágur minn sem er by the way bifvélavirki og var að gera við bílinn minn um helgina spurði mig hvort hann mætti fá bílinn þegar ég væri hætt að nota hann, til að keyra fína og góða bílinn minn í klessu. Eru þetta óljós skilaboð um að endalok bílsins nálgast???