þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég var svo lánsöm í morgun að ég átti kost á að hlusta á stofugang hjá fylkingu sem er að bjóða sig fram til stúdentsráðs í ár. Ég trúi ekki öðru en að okkur eigi eftir að ganga vel. Litla framboðið var í fyrra sakað um að hafa ekkert fram að færa... EN í ár gegnir öðru máli... þegar stærri fylkingin er byrjuð að setja málefni litla framboðsins í öndvegi þá merkir það að við höfum haft áhrif:)

Það hefur greinilega haft góð áhrif á Gunna að mæta á fund hjá okkur....