föstudagur, mars 05, 2004




Ég á mér draum um að stunda heilsusamlegt líferni eins og klappstýran. Heilsusamlegt í mínum huga er að borða hollan mat og jafnvel hreyfa sig. Ég er búin að eiga þennan draum í nokkurn tíma en af einhverjum undarlegum ástæðum virðist aldrei vera rétti tíminn til að byrja hið heilsusamlega líferni. Það eru sko mörg ljón í veginum, líkt og ég er algjör nammigrís, hreyfing er ekki mín hugmynd um skemmtun, þynnka (algjör lög að sukka þá). En í dag ákvað ég að nóg væri komið ekki hægt að láta sig bara dreyma um hlutina það þarf að grípa til aðgerða ef draumurinn á að verða að veruleika.

Heilsumsamlegt líferni Erlu 2004 byrjaði í hádeginu föstudaginn 5.mars en öllum að óvörum lauk því skyndilega fjórum tímum.
ástæða: pulsa og kók
afleiðingar: rónalífið hafið á ný. Sem felur í sér að sofa út alla daga, borða á öllum tíma sólarhringsins og sneiða framhjá öllum hollum mat, forðast alla ónauðsynlega hreyfingu, innbyrða óhóflegt magn af áfengi o.s.frv.