mánudagur, mars 27, 2006

Markmið vikunnar eða mánaðarins...



er að fara á Listasafn Íslands. Það er í fyrsta lagi ókeypis og í öðru lagi finnst mér hálf hallærislegt að hafa farið á listasöfn út í útlandinu en ekki hér heima. Ég held að ég hafi bara farið á eitt safn hér, Nýlistasafnið og ég fór bara á sýningu þar því Arndís Gísla var að sýna. En um leið og ég stíg á erlenda grund þá er skundað eins og hershöfðingi á hin og þessi söfn.

Hugsa að ég reyni að draga einhvern listunnanda með mér um helgina á safnið.


****SNIFF OG SNÖKT****

fór á síðustu tónleikana með Groundfloor í bili allaveganna. Helmingurinn af þeim er að fara að reyna fyrir sér í útlandinu. Mér finnst samt að þeir eiga að gefa út diskinn áður en þeir fara af landinu. Tónleikarnir voru fínir, alltaf gaman að hlusta á þá og alltaf gaman að sjá dósalingana.