þriðjudagur, mars 21, 2006

Vorlaukar

Fór í búðin í gær til að fjárfesta í vorlauk. Ég var ekki alveg viss um hvernig þeir líta út en vissi að þær væru minni en venjulegir laukar. Eftir að hafa staðið eins og álfur út úr hól við grænmetið sá ég eitthvað sem mér fannst vera "vorlauka" líkt og kippti með mér, nota bene þetta voru örugglega hátt í 10 vorlaukar, ákvað samt að kaupa þá því ég var svo ánægð með sjálfan mig að hafa fundið þetta út.

Kom heim, skar "vorlaukana" niður, þá gossaði upp þessi þvílíka hvítlaukslykt. "Vorlaukarnir" mínir voru sem sagt ekki vorlaukar heldur geiralausir hvítlaukar samkvæmt kassakvittuninni.

Ég held í héðan í frá að þá nota ég bara venjulegan lauk.