Ég afrekaði það um daginn að fara á nemendatónleika hjá söngskólanum. Þó ég sé nú búin að vita í þó nokkurn tíma að Hugrún væri að læra söng. Þá var ég samt ekki alveg búin að tengja klassíksan söng við hana. Ég hef alltaf meira séð hana fyrir mér í léttri ABBA-sveiflu með Ardísi eða í kórstússi. En hún er syngur þennan klassíska söng vel eins og allt hitt... þegar hún man textann:)
Mál málanna:
Skólagjöld eru af hinu illa.
Allir að mæta á mótmælafund á mánudaginn.
MR-grýlan fallin. Ég myndi ekki vilja vera í liðinu sem tapaði eftir 11 ára óslitna sigurgöngu MR.
Spennandi að vita hver mun standa upp sem sigurvegari í ár.
<< Home