sunnudagur, mars 21, 2004

Sum fyrirtæki eiga sinn auðkennislit.
Hagkaup er appelsínugult
Bónus er gult
Vífilfell, kók er rautt
Sparisjóðirnir eru grænir o.s.frv.

hvað er málið með KB-bankann. Fyrst byrja þeir á að henda út græna litnum og um leið nafninu (búnaðarbankinn) sem þeir hafa notað í fjöldamörg ár. Draga upp nýja lit Blár og nýtt nafn KB. Nú þegar maður er aðeins farin að venjast þessu þá fara þeir að troða APPELSÍNUGULUM lit í auglýsingar sínar. Líkt og KB-banki standi fyrir að vera ódýr matvöruverslun. Appelsínuguli liturinn er eyrnamerktur hagkaup eða samfylkingunni. KB-banki er hvorugt, hann er fégráðug svikamylla og ætti að halda sig við litinn sem einkennir þess konar stofnanir og fyrirtæki, BLÁA LITINN

MÓTMÆLI
KL: 12:40 GEGN SKÓLAGJÖLDUM VIÐ AÐALBYGGINGU HÁSKÓLA ÍSLANDS Á MORGUN