föstudagur, ágúst 06, 2004

Vaktavinnan...

Vaktavinna er sjálfsagt fín fyrir fólk sem hefur einhvern snefil af sjálfsaga og er A-manneskja. En fyrir fólk eins og mig er vaktavinna af hinu illa. Sá litli sjálfsagi sem ég bý yfir yfirgefur mig á vorinn og ég er annáluð svefnpurka sem gerir það að verkum að ég sef fram eftir öllu.

Í dag vaknaði ég kl 11:30 en fór ekki á fætur fyrr en 2 tímum seinna. Staulaðist loksins úr rúminu, fékk mér smá í gogginn, ekkert til nema jógúrt nennti ekki út í búð í gær. Þegar morgun-hádegis matnum var lokið, var blaðið lesið og svo hófst biðin eftir vinnunni.

Ef ég þarf ekki að mæta á ákveðnum stað á ákveðnum tíma á morgnana þá sef ég bara. Mig er byrjað að hlakka til að þurfa að mæta í skólann á morgnana þó ég eigi örugglega eftir að bölva því í vetur.