Þrátt fyrir sumarfrí...
þá stóðst ég ekki mátið að setja inn þennan skemmtilegan annál yfir helstu afrek ríkisstjórnar...
Að öllum hátíðarerindum loknum er loks tæpt á helstu stefnumálum á kjörtímabilinu. Hér tek ég nokkur þeirra sem dæmi um góðan árangur stjórnarflokkanna.
Að tryggja jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum. Ég held svei mér þá að þetta hafi gengið ágætlega ef persónulegar árásir Davíðs Oddsonar á einstök fyrirtæki hérlendis eru verkfærið. Tökum til að mynda KB banka og Norðurljós sem dæmi, ætli þeim hefði vegnað svona vel án stöðugra aðfinnsla frá sjálfum forsætisráðherranum?
Að viðhalda jafnvægi í fjármálum ríkisins. Miðað við framgöngu menntamálaráðherra í málefnum framhaldsskólanna og Háskóla Íslands má sjá að mikið hefur verið lagt í þennan málaflokk. Framganga heilbrigðisráðherra hefur enn frekar aukið jafnvægi – en þá geri ég ráð fyrir að jafnvægi fáist með því að fjársvelta helstu stoðir velferðarþjóðfélagsins.
Nýta kosti upplýsingasamfélagsins og stuðla að því að stjórnkerfið endurspegli breyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Hér hefur stjórnarflokkunum tekist einstaklega vel upp. Undirskriftarlistar til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar hafa verið mjög áberandi og hinar breyttu aðstæður, þ.e. hve þjóðinni líkar illa atgangur stjórnarinnar, hafa komið skýrt fram.
Að nýta sóknarfæri ferðaþjónustunnar eins og kostur er. ”Jæja krakkar. Hér var einu sinni víðfeðmt og stórbrotið landslag. Nú er hér bara þessi myndarlega virkjun!”
Áhersla verður lögð á eflingu íslensku friðargæslunnar. Ísland skipti sér framarlega í flokki þeirra þjóða sem berjast fyrir mannréttindum. Þetta hefur verið málaflokkurinn hans Halldórs og hefur hann staðið sig nokkuð vel ef það telst almenn friðargæsla og mannréttindavarsla að styðja Bandaríkjamenn í stríðsglæpum. Já, við erum svo sannarlega í hópi hinna viljugu.
Að styrkja rannsókna-og þróunarstarf. Jahá! Þetta hlýtur að vera ástæðan fyrir öllu talinu um fjársvelti upp í Háskóla Íslands – það hlýtur að vera einhverskonar styrkjandi og hvetjandi aðferðafræði. Segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekki alltaf eitthvað um gulrótina og svipuna?
Að hvetja fyrirtæki og opinberar stofnanir til að vinna að jafnréttismálum. Hér hefur sjálfur dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verið í fararbroddi. Hann hefur upp á sitt einsdæmi bent þjóðinni á hvernig hægt er að brjóta jafnréttislögin á svívirðilegan máta og um leið gefið okkur hinum tækifæri til að bæta úr.
ALE
Að öllum hátíðarerindum loknum er loks tæpt á helstu stefnumálum á kjörtímabilinu. Hér tek ég nokkur þeirra sem dæmi um góðan árangur stjórnarflokkanna.
Að tryggja jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum. Ég held svei mér þá að þetta hafi gengið ágætlega ef persónulegar árásir Davíðs Oddsonar á einstök fyrirtæki hérlendis eru verkfærið. Tökum til að mynda KB banka og Norðurljós sem dæmi, ætli þeim hefði vegnað svona vel án stöðugra aðfinnsla frá sjálfum forsætisráðherranum?
Að viðhalda jafnvægi í fjármálum ríkisins. Miðað við framgöngu menntamálaráðherra í málefnum framhaldsskólanna og Háskóla Íslands má sjá að mikið hefur verið lagt í þennan málaflokk. Framganga heilbrigðisráðherra hefur enn frekar aukið jafnvægi – en þá geri ég ráð fyrir að jafnvægi fáist með því að fjársvelta helstu stoðir velferðarþjóðfélagsins.
Nýta kosti upplýsingasamfélagsins og stuðla að því að stjórnkerfið endurspegli breyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Hér hefur stjórnarflokkunum tekist einstaklega vel upp. Undirskriftarlistar til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar hafa verið mjög áberandi og hinar breyttu aðstæður, þ.e. hve þjóðinni líkar illa atgangur stjórnarinnar, hafa komið skýrt fram.
Að nýta sóknarfæri ferðaþjónustunnar eins og kostur er. ”Jæja krakkar. Hér var einu sinni víðfeðmt og stórbrotið landslag. Nú er hér bara þessi myndarlega virkjun!”
Áhersla verður lögð á eflingu íslensku friðargæslunnar. Ísland skipti sér framarlega í flokki þeirra þjóða sem berjast fyrir mannréttindum. Þetta hefur verið málaflokkurinn hans Halldórs og hefur hann staðið sig nokkuð vel ef það telst almenn friðargæsla og mannréttindavarsla að styðja Bandaríkjamenn í stríðsglæpum. Já, við erum svo sannarlega í hópi hinna viljugu.
Að styrkja rannsókna-og þróunarstarf. Jahá! Þetta hlýtur að vera ástæðan fyrir öllu talinu um fjársvelti upp í Háskóla Íslands – það hlýtur að vera einhverskonar styrkjandi og hvetjandi aðferðafræði. Segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekki alltaf eitthvað um gulrótina og svipuna?
Að hvetja fyrirtæki og opinberar stofnanir til að vinna að jafnréttismálum. Hér hefur sjálfur dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verið í fararbroddi. Hann hefur upp á sitt einsdæmi bent þjóðinni á hvernig hægt er að brjóta jafnréttislögin á svívirðilegan máta og um leið gefið okkur hinum tækifæri til að bæta úr.
ALE
<< Home