laugardagur, maí 22, 2004

KAUPÆÐI!

hvað felst í því? er það að kaupa marga hluti á skömmum tíma, kaupa ónauðsynjar, kaupa einhverja vitleysu. Fór í kringluna í gær með Hugrúnu til að kaupa útskriftargjöf handa Kötlu. Það gekk mjög vel að kaupa gjöfina fyrir Kötlu og það gekk alveg rosalega vel að kaupa fullt af hlutum fyrir sjálfan mig:) Ég neita samt að kvitta upp á að þau kaup verði stimpluð sem kaupæði. Ég var ekki að kaupa einhverja vitleysu, heldur fóru eingöngu nauðsynjavörur í pokann.

Fór í útskriftarveislu hjá Kötlu í gær. Til hamingju með stúdentsprófið:) Veitingarnar voru þvílíkt góðar, rjúkandi bolla og ávextir með súkkulaði.... Stína og Valgeir mættu öllum til mikillar gleði og ánægju.

Annars var ég að horfa á Allt með hreinu, þar sem kvenna-hljómsveitin Grýlurnar er að spila. Ég fékk alveg fiðring að fara að byrja glæstan hljómsveitarferil... þarf að fara að drífa mig að biðja Þórunn Grétu að kenna mér að spila á hljómborð.

Það er alveg dásamlegt að hlusta á Sigurð Kára frjálshyggju-plebba dásama að hið opinbera hafi afskipti og grípi inn í, á hinum margumtalaða og sívinsæla markaði ef þess gerist þörf.