Brúðkaup og próf!!
Að öllu jöfnu er ég mjög dugleg að læra fyrir próf. Þessi vika hefur ekki verið mjög týpisk vika í próflestri. Fyrst byrjaði ég á að næla mér í einhverja fína pest, það tók sinn tíma að sinna henni svo lokst þegar pestin fór og tími kominn til að snúa sér að bókum var komið að því að fara í brúðkaup. Já það er mjög nauðsynlegt að mæta í allavega eitt brúðkaup í prófum, rannsóknir hafa sýnt að það geri gæfumuninn að dusta rykið af sparifötunum og taka snúning í brúðkaupi.
Enda vaknaði ég í morgun alveg eiturhress og full tilhlökkunnar að eyða deginum í faðmi viskunnar....
Enda vaknaði ég í morgun alveg eiturhress og full tilhlökkunnar að eyða deginum í faðmi viskunnar....
<< Home