föstudagur, maí 06, 2005

Fyrir tómum sal

Að eðlilegum ástæðum þá voru nú flestir hættir að kíkja á síðuna mína. Því velti ég nú fyrir mér hvort bloggið verði einungis fyrir sjálfan mig. Því fylgir nú samt ákveðið frelsi ég gæti tekið upp á því að skrifa allskonar órhróður um mann og annan án þess að nokkur tæki það óstinnt upp, það eru ákveðnir möguleikar að vera ungfrú geðvond og skrifa eingöngu neikvæða hluti og benda á allt það sem aflaga fer yfir daginn og hvað annað fólk er mikið fífl, ég gæti líka haft síðuna sem algjört egótripp og verið ungfrú frábær og hafið hvern dag á upptalningu um mína frábæru kosti og sett inn myndir af mér við hin ýmsu tækifæri. Möguleikarnir eru endalausir, ég held ég taki helgina í að velta fyrir mér hvaða leið ég muni fara.


SAMFYLKINGIN

Ég og örugglega ekki sú eina fékk atkvæðaseðil fyrir formannskjörið. Ég vissi nú ekki að ég væri skráð í flokkinn en það er víst ekkert einsdæmi. Það á eftir að koma í ljós hvort ég láti atkvæði mitt í póst en ef það gerist þá er Ingibjörg allavega einu atkvæði nær formannsstólnum.