þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Gestabókin

Líkt og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er komin gestabók. Lengi vel þrjóskaðist ég við að setja inn gestabók því mér finnst alveg óhemjuleiðinlegt að skrifa í þær. En í veikri tilraun til að fríska upp á útlitið á síðunni skipti ég um bakgrunn og féll í freistni og skellti inn 1 stk gestabók. Ég geri mér grein fyrir því núna að það voru mistök. Í fyrsta lagi skrifaði enginn í gestabókina, tóm gestabók er frekar aumkunarverð. Auður Lilja sá samt aumur á mér og kvittaði í gestabókina. Þá komu í ljós önnur mistök, hæfileikar mínar til að útbúa glæsilega gestabók eru víst af skornum skammti. Því ekki er hægt að skrifa nema eina línu í svari við spurningum.
Því stend ég nú á tímamótum! á ég að taka gestabókina út eða hafa hana áfram hálftóma?