sunnudagur, júlí 03, 2005

Veðrið

hver dagur á dósinni byrjar á hugleiðingum um veðrið, rignir í dag, verður sól, vonandi verður logn og svo framvegis. Þegar ég mæti í vinnuna þá halda áfram bollaleggingar um veðrið þetta hafi nú ekki verið svona í fyrra en fyrir tveimur árum þá var þetta svona... ég get endalaust talað um veðrið. Þegar ég er í bænum þá spái ég aldrei neitt í veðrið nema hvort það sé rigining eða ekki annars hef ég engan áhuga á veðrinu, spái aldrei neitt í það nema eins og sönnum Íslending sæmir þá verð ég alltaf óumræðileg glöð ef það er sól og hiti. Ég þarf síðan ekki að vera nema nokkra daga á dósinni og þá verðrið það fyrsta sem hugsar um og það síðasta...