föstudagur, september 23, 2005

Klukkuð

Ég fór eftir leiðbeiningunum hjá Hugrúnu við að velja hvaða 5 atriði kæmust á blað.

1. Ég rífst ennþá við bróður minn um hver eigi hvaða sæti við eldhúsborðið.

2. Ég er með of liðuga liði. Ég get víst ef ég myndi æfa mig orðið eins og sirkusfríkin sem pakka sér saman í oggulítinn kassa. Mér finnst þetta sérstaklega fyndið því ég er eins sú stirðasta í heimi. Ég hef t.d. aldrei getað farið í handahlaup.

3. Vinir mínir hafa haldið styrktartónleika fyrir mig.

4. Ég er hrikalegur bókaormur þegar ég er á Blönduósi. Bókasafnsverðinu þar finnst þó valið mitt á bókum oft á tíðum alveg fyrir neðan allar hellur og laumar oft bókmenntum með ruslinu sem ég les.

5. Ég týni símanum mínum, bíllyklum og veskinu mínu svona 10 sinnum á dag.

Ég held ég sleppi því að klukka einhverja því flestt þau sem ég les blogg hjá hafa verið klukkaðir.