mánudagur, september 19, 2005

lilli klifurmús

Það voru réttir heima um síðustu helgi og ég í einhverju "ég ætla að vera voða dugleg að læra" kasti ákvað að sleppa að fara. Ég ætla ekki að taka aftur svona kast að sjálfsögðu dauðsá ég eftir því að hafa ekki farið. En ég var reyndar voða fegin á sunnudaginn að sleppa að húka í bíl og koma seint heim og vakna mygluð í dag.

Gísli Marteinn er annars alls staðar, var að rölta í strætó, þegar smettið á honum teppaði göngustíginn fyrir eitthvað viðtal. Ef ég fer einhvern tímann í framboð þá vildi ég hafa samböndin hans. Þessa dagana ef tekin er ákvörðun í borgarstjórn þá er Gísli mættur á svæðið til að tjá álit sitt, öllum til mikillar gleði og ánægju. Er ég sú eina sem finnst það undarlegt að Gísli sé alltaf að blaðra í stað Vilhjálms, sérstaklega í ljósi þess að Gísli er bara varaborgarfulltrúi.