What to do...
Nú þegar hyllir undir námslok hjá mér, hvenær sem það síðan verður. Hef ég verið að velta fyrir mér við hvað ég eigi síðan að starfa. Ég býst nú við að starfa í menntunargeiranum, en við hvað og hvar, er nú spurningin. Ég er samt alvarlega að íhuga að gera líkt og Guðlaugur Þór. Ég hugsa að það myndi tryggja tilbreytingu í starfi sem og að launaumslagið yrði þykkara en annars.
Guðlaugur Þór er bæði alþingismaður og borgarfulltrúi, ég geri mér nú ekki vonir um að ég geti tryggt mér þessi störf en ég gæti hugsanlega kennt samtímis í grunnskóla og framhalds-skóla. Það vefst reyndar fyrir mér hvernig ég myndi sinna þessum störfum samtímis en vafa-laust getur Guðlaugur gefið mér góð ráð.
Mér hefur einnig dottið í hug að gera líkt og Björn Bjarnason, alþingismaður, ráðherra og borgarfulltrúi þá gæti ég verið skólastjóri og kennari við sama skóla og til að fá smá aukapening kennt í öðrum skóla. Það gæti reyndar verið of mikið álag en varla meira en Björn býr við og þar sem ég er talsvert yngri en hann þá ætti ég ekki að vera í vandræðum að ráða við það.
<< Home