laugardagur, nóvember 12, 2005

Fjölhæfur viðmælandi

Í Eigindlegum hef ég þurft að taka viðtöl við hina og þessa. Viðtölin hafa gengið misvel og misilla. Í gær tók ég síðasta viðtalið mitt og verð ég að segja að viðmælandi minn hafi sýnt marga mismunandi takta. Eftir að hafa samþykkt að ég tæki viðtal við sig með mjög skömmum fyrirvara varð mér ljóst að síðasta viðmælandinn væri jafnframt draumviðmælandi. Eftir viðtalið sem gekk mjög vel, minnist viðmælandi á hvort ég ætti ekki erfit með að pikka upp heilt viðtal. Jú,ég sagði eins og var að ég ætti frekar erfitt með það. Spurði viðmælandinn mig hvort hann ætti bara ekki að pikka það upp, sem ég þáði með þökkum. Á meðan hann sat sveittur við að pikka, hafði ég það náðugt og horfði á sjónvarpið, m.a. leiðarljós. Þess má geta að það er óhemju mikið verk að pikka upp klukkutíma viðtal, tekur mun lengri tíma heldur en að taka það og heldur ekkert sérstaklega skemmtilegt. Eftir daginn þegar viðmælandinn var búin að pikka upp viðtalið og ég búin að horfa á sjónvarpið og kvöldmatur að nálgast toppaði hann allt og bauð mér í mat. En eftir dagsáhorf á sjónvarp þá var ég orðin svolítið svöng þannig að ég þáði það með þökkum:)


Í götunni sem ég bý eru um 20 hús.
Í götunni sem ég bý er um 40 bílar
Í götunni sem ég bý er um 15 jeppar og 1 pallbíll

Gatan sem ég bý við er staðsett á höfuðborgarsvæðinu, samgöngur eru mjög góðar. Það kemur sjaldan snjór og götur eru mokaðar ef hann kemur. Gatan sjálf og allar nærliggjandi götur eru malbikaðar, ef svo ólíklega vildi til og gatan yrði einhvern tímann ófær þá eru almenningssamgöngur til að grípa í en strætó stopppar í fimm mínúta fjarlægð. Ég hef velt því fyrir mér í allnokkurn tíma hver er tilgangur í að eiga jeppa við svona aðstæður? Hann er alla vega ekki til að komast til og frá heimilinu sínu.