laugardagur, september 24, 2005

Hernaðaráætlunin

Ég hef stundum áhyggjur af athyglisgáfu minni, ég var til dæmis aldrei búin að linka á Önnu Dögg þrátt fyrir að ég kíki reglulega á bloggið hjá henni. En núna er ég búin að kippa því í laginn og Anna komin á sinn sess.

En eftir að ég var búin að kveikja á athyglisgáfu minni tók ég eftir því að Auður linkar ekki á mig. Það kom mér á óvart þar sem við erum mikilir kunningjar og höfum þekkst lengi. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að hún linkar ekki á mig. Hún gæti hugsanlega gleymt því líkt og ég gleymdi að linka á Önnu Dögg. Henni getur fundist bloggið mitt ekki í takti við aðra sem linkar á og síðast en ekki síst gæti henni einfaldlega fundist bloggið mitt leiðinlegt og linkar þar af leiðandi ekki á mig. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu og skoðaði þá sem hún linkar á og að mínu áliti myndi bloggið mitt sóma sér vel í þeim hópi. Ég útilokaði að henni finnist bloggið mitt leiðinlegt og því tel ég að hún hafi einfaldlega gleymt því.

Því er ég komin með áætlun sem miðar að því að fá link hjá Auði á bloggið mitt.
Fyrst byrja ég á að blogga um það í von um að Auður lesi það og myndi setja link á mig í kjölfarið
en Auður er ekki vön á að láta kúga sig til að gera eitthvað sem hún vill ekki og því tel ég mjög líklegt að ég þurfi að grípa til annarra ráða.

Næsta skref felur í sér að setja miða með slóðinni að bloggsíðunni heima hjá henni á ýmsum stöðum. Það er samt stór galli á þessum lið að sökum þess hve íbúðin þeirra Auðar og Freys er lítil tel ég nær ómögulegt að koma þessum miðum fyrir án þess að vera gómuð við það.

Þriðji valkostur er einfaldlega að múta henni með barnapössun, linkur í staðinn fyrir barnapössun. Nýbakaðir foreldrar þurfa oft á því að halda að láta passa fyrir sig. En frá siðferðislegu sjónarhorni, þá er frekar lágkúrlegt að krefja fólk í neyð um eitthvað því er ég ekki viss um að ég gæti látið verða af því.

Að lokum datt mér í hug að leigja flugvél og láta hana hringsóla heilan dag yfir Reykjarvíkurborg með borða þar sem á stæði Auður, viltu linka á mig.