þriðjudagur, október 11, 2005

Dustað rykinu af ferðadraumunum

Nú þegar ég er farin að geta gengið meira, hef ég dustað rykið af draumastöðunum sem mig langar til að fara á. Það eru fjöldamargir staðir sem mig langar til að sjá en það eru nokkrir sem eru efst á óskalistanum...

1. San Fransico og New York

Þetta eru einu borgirnar sem mig langar að sjá í BNA.

2. Nepal
Er mekka gönguferða, það er víst endalaust hægt að labba þar um

3. Egyptaland
Pýramídarnir...

4. Perú
Inkaþorpin, ég hef samt heyrt að það sé betra að vera í góðu formi því maður þarf víst að labba slatta um holt og hæðir áður en maður kemst að þeim

5. Kenía
dýrin... ég heyrði reyndar í fréttunum um daginn að það væri okrað á erlendum ferðamönnum í þjóðgarðana en það er í fínum lagi sérstaklega þar sem peningurinn rennur til þess að vernda svæðið:)

6. Indland

Taj Mahal

7. Beijing

Kínamúrinn er eitt af þessu "must see"

En ef ég tek mið af raunveruleikanum þá eru þetta staðirnir sem ég mun næst berja augum

1. Hvalfjarðargöngin
2. Baula
3. Staðarskálinn
4. Blönduós

Allt mjög spennandi staðir! eða þannig.