fimmtudagur, september 29, 2005

Helgin í nánd

Dagurinn í dag getur ekki annað orðið en góður. Mér finnst Ísland í bítið að öllu jöfnu eitt það leiðinlegasta sjónvarpsefni í öllum geiminum en í morgun hlutsaði ég hugfangin því Björgvin G. Sigurðsson var að mala. Að vísu skemmdi svolítið fyrir að Pétur Blöndal var einnig í viðtalinu og því miður var hann líka alltaf eitthvað að gjamma en röddin hans er líkt og eitthvað óþolandi suð sem hættir ekki.

Skvísuhittingnum var frestað vegna anna. Við erum allar svo busy og ómissandi:)

Bjórkvöld í kvöld hjá uppeldisfræðinni. Það fer allur sjarminn af þeim þegar ekki er hægt að þjóra ölið líkt og allir hinir. Ég ætlað samt að kíkja aðeins, ég á nú reyndar ekki von á því að ég nenni að hanga lengi en það er aldrei að vita. Annars er mig búið að hlakka til alla vikunnar fyrir annað kvöld en Óli og þeir eru að spila á café rosenberg. Ég mæli eindregið með að allir skelli sér, ég ber þá leyndu von í brjósti að einn daginn biðji þeir mig að syngja með sér.