miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Komin heim...

á klakann kalda. Sem ég verð að segja er ekkert svo kaldur miðað við hvað það var kalt í Madrid.

Ég er mjög svekkt yfir því að vera komin heim en líka mjög fegin. En ástæðan fyrir því að ég er komin heim er bara að ég var aðeins of mikill skakkalappi til þess að þetta gengi upp:( Það er ekkert sérstaklega gaman að vera í borg sem er æðisleg og hefur upp á svo mikið að bjóða og það eina sem ég gat skammlaust nýtt mér var almenningssamgöngurnar. Skólinn var ekki að ganga upp aðeins of mikið að sitja og skrifa fyrir minn smekk og því ákvað ég að best væri bara að koma heim. Þó ég sé pínu svekkt yfir að þurfa að koma heima þá er ég sátt við það miðað við hvernig ég er þessa stundina en mér fannst þó ekki mikið vanta mikið upp á að þetta gengi upp en það vantaði herslumuninn.

Madrid er samt algjört æði, allt svo stórt en samt svo lítið og húsin svo flott. Það er kosturinn við að koma frá landi eins og Íslandi að ég get verið alveg dolfallin yfir því hvað hús geta verið stór og flott. Síðan var auðvita alveg frábært að hitta Möggu:) en hún býr í London og ég gisti hjá henni á leiðinni út og á leiðinni heim. Það var alveg frábært að hitta hana, hún á heima í æðislegu húsi og við að sjálfsögðu sáum Big Ben en ég held ég treysti mér ekki til að fara til London án þess að sjá hann og borðuðum mikið af góðum mat.

Hvað er síðan framunda... fara í skólann og verða frísk. Ég ætla bara að vera í hálfum skóla þessa önnina til að geta einbeitt mér að því að verða frísk. Ótrúlegt hvað það getur farið mikill tími í að lifa heilbrigðu líferni ef maður er ekki vanur því.