miðvikudagur, mars 29, 2006

Íslenska - Útlenska

á hverju miðvikudagskvöldi er pöbb-quis hjá Röskvu á Stúdentakjallaranum

Í kvöld eru spurningarnar bornar upp á ensku sem er víst venjan hjá þeim síðasta miðvikudagskvöld í mánuðinum samkvæmt auglýsingu frá þeim.

Ég veit ekki hver tilgangurinn hjá þeim er með að hafa spurningar á ensku en það sem mér dettur einna helst í hug er að þetta sé til þess að erlendir stúdentir geti líka tekið þátt.

Því skil ég ekki af hverju þeim hefur ekki dottið í hug að það gæti þá verið sniðugt að hafa auglýsinguna sem er á heimasíðunni líka á ensku!