mánudagur, mars 06, 2006

Bílgarmurinn

Ég hef lítið gaman af öllu viðhaldi sem kemur að bílnum mínum. Mér finnst leiðinlegt að taka bensín, smyrja hann, setja á hann olíu, skipta um dekk o.s. frv. en þökk sé uppháldsmági mínu (og þeim eina ef nánar er farið út í það) þá er búið að smyrja hann og laga dótið sem hékk úr bílnum þannig að nú heyrast ekki lengur óæskileg hljóð.

Til að halda upp á það keyrði ég Elías um í hádeginu.