laugardagur, júlí 21, 2007

Í dag eru bara

10 dagar þangað til að ég fer aftur til baka og ég get ekki beðið

afmælisdagurinn kom og fór og missti sjálfsagt af mörgum símtölum og sms þar sem sim-kortið mitt er annaðhvort hjá Rúnari og Malin aravinum eða liggur einhvers staðar í reiðileysi á strætum Kaupmannahafnar.

ég fékk eina rós og næstum því aðra rós og súkkulaðiköku (sem er ein af þeim allra bestu) sem ferðaðist ekki nema 400 kílómetra til þess eins að láta borða sig þar sem Hafdís systir bakaði kökuna og gerði sér svo ekki lítið fyrir og keyrði kökuna á mýrarbrautina frá Egilstöðum og eina sólarlandaferð frá danamanninum

sólarlandaferðin er til Búlgaríu og ég er búin að monta mig af henni við nokkra en ég hugsa að hætti því nú þar sem ég las í Blaðinu í dag einhverjar horror sögur af fólki sem hefur farið þangað, lent í veseni og óþverra og Sunny beach sé einna verst en þangað er einmitt förinni heitið.

Mestu gleðifréttirnar eru þó án efa að það er búið að rigna eitthvað smá síðustu daga og í dag flytur Kristín Ingibjörg heim