fimmtudagur, mars 13, 2008

Á ferð og flugi

síðasta tíminn í dag í æfingukennslunna og ég get ekki beðið eftir að fara suður, æfingakennarinn sagði að ég hefði staðið mig glimdrandi vel en krakkarnir kvörtuðu undan því að ég var ekki með á hreinu hvenær pásurnar voru átti það til að fara fram yfir tímann. Ég mun leggja af stað eldsnemma í fyrramálið suður og svo er stefnan sett á útlandið, skotland nánara tiltekið þar sem bjórinn verður án efa drukkinn og kíkt á Guðnýju, ég er búin að lofa að dröslast með páskaegg með mér, Finnur er fullur efasemda um að okkur takist að koma því óbrotnu til hennar, en ég er full bjartsýni auk þess sem ég held að það gerir ekkert til þó það brotni.

ég mæli annars með þessari grein þar sem tekið er saman hversu fáranlega miklum peningum við ætlum að eyða í hermál (fyrir ykkur sem hafið takmarkaðan áhuga á að lesa um þetta en eru óhemju forvitin þá getið þið séð mynd af viðhenginu mínu), á sama tíma er tollgæslunni gert að draga saman seglin.

fyrir ykkur sem ofbýður ástandið í Írak eru mótmæli á laugardaginn Stríðinu verður að linna