Rútínan enn á ný
Eftir næstum mánaðarjólafrí þá er komið að rútínunni enn og aftur (sem er að vísu orðin kærkomin eftir svona langt frí). Árámótunum var í fyrsta skipti eytt í Reykjavík og hafði ég miklar væntingar til allra flugeldana. Vonbrigðin urðu því mikil þegar kom að sjálfu gamlárskvöldinu því lítið sást út af veðrinu en þeim mun meira heyrðist. Hávaðinn er ekki það sem er heillandi við flugelda heldur ljósin að mínu mati og fannst mér pínu súrt að fá bara hávaðann en ekki ljósadýrðina. En kvöldið var samt gott þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir kjötáti.
Skólinn byrjaður aftur og hef ég ekki enn komið því á framfæri þá er KHí svo mikill prump-skóli ég er að vísu í einum kúrsi sem lítur út fyrir að vera ágætur en hinir tveir sérstaklega annar lofar ekki góðu. Þoli ekki þennan bjána skóla, háskóli my ass.
Skólinn byrjaður aftur og hef ég ekki enn komið því á framfæri þá er KHí svo mikill prump-skóli ég er að vísu í einum kúrsi sem lítur út fyrir að vera ágætur en hinir tveir sérstaklega annar lofar ekki góðu. Þoli ekki þennan bjána skóla, háskóli my ass.
<< Home