fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Rödd skynseminnar

Rödd skynseminnar (ég): kannski er það sniðug hugmynd að skilja bílinn eftir heima í dag, bílinn minn er ekki sá besti í snjó.

Sá umhverfisvæni: er það? er það ekki alger óþarfi

Rödd skynseminnar: kannski ég nenni bara ekki að vera að vesenast á bílinum þegar færðin er svona þá er svo miklu einfaldara að taka strætó.

Sá umhverfisvæni: já, já eigum við ekki samt að fara á bílnum?
Rödd skynseminnar: jæja þá það er sjálfsagt ekkert vesen.


Vesen nei ekkert vesen.
Það er ekkert vesen að keyra bíl sem er svo lágt undir að hann hlunkast yfir smá föl og á í miklum erfiðleikum með að fara yfir smá hossur, það er ekkert vesen að láta keyra utan í bílin þinn og ripsa hann á hliðinni, það er ekkert vesen að þurfa að keyra um og skima eftir bílastæði og geta ekki keyrt inni í þau af því að það er svo lágt undir bílnum þínum, það er ekkert vesen að enda á því að keyra upp í Norðlingaholt (sem er á mörkum hins byggilega heims af því hvergi er hægt að leggja, koma upp í Norðlingaholt og leggja frekar langt frá húsinu sem þú ætlar þér í, þannig að þú þarft að fara fyrir bílastæði sem er fullt fullt af snjó og ert klædd í kápu og strigaskó.

Nei ekkert vesen, ég er svo fegin að hafa farið á bílnum og ekki tekið strætó þar sem það hefði verið VESEN!!