miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Meðleigjandinn

Það hefur sína kosti að hafa meðleigjanda, fyrir stuttu síðan bættist við einn heimilsmeðlimur á laugarveginn. Í ekki stærri íbúð krefst þetta nokkra skipulagningu og samkomulags um hver fái að sofa í íbúðinni hverju sinni. Við erum bæði svo heppin að eiga athvarf hjá öðrum þannig að þetta gengur yfirleitt upp. Í dag þegar ég staulaðist heim í morgun var komin motta fyrir framan hurðinni og inni. Ekki vanþörf á, motturnar eru í stíl og nokkuð smekklegar auk þess keypti meðleigjandinn millistykki þannig að við getum setið á móti hvort öðrum við eldhúsborðið í sitthvorri tölvunni.

Ég launaði honum svo viðvikið með að borða frá honum brauðið...